Serbneski miðherjinn skoraði 35 stig, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik; 24,1 stig, 11,7 fráköst og 11,9 stoðsendingar. Jokic er stoðsendingahæstur í NBA-deildinni það sem af er tímabili.
2 4 2nd-half points for Joker power @nuggets!
— NBA (@NBA) January 6, 2021
35 PTS | 15 REB | 6 AST | 3 STL pic.twitter.com/Xx1ZXkFJvc
Los Angeles Lakers vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði Memphis Grizzlies, 92-94, á útivelli. LeBron James og Anthony Davis skoruðu 26 stig hvor fyrir Lakers sem er á toppi Vesturdeildarinnar með six sigra og tvö töp.
26 for @KingJames
— NBA (@NBA) January 6, 2021
26 for @AntDavis23
@Lakers move to 6-2. pic.twitter.com/DW2uCgIjVJ
Fjarvera Kevins Durant kom ekki að sök þegar Brooklyn Nets vann stórsigur á Utah Jazz, 130-96. Kyrie Irving fór fyrir Brooklyn-liðinu og skoraði 29 stig. Caris LaVert skilaði 24 stigum af bekknum.
@KyrieIrving's 29 PTS, 3 STL and 5 3PM lead the @BrooklynNets to victory! #BrooklynTogether pic.twitter.com/5rEuRz180j
— NBA (@NBA) January 6, 2021
San Antonio Spurs stöðvaði sigurgöngu Los Angeles Clippers með 113-116 sigri í Staples Center.
Patty Mills skoraði 27 stig fyrir San Antonio og setti niður átta þriggja stiga skot sem er persónulegt met hjá honum. Þrjátíu stig Kawhis Leonard dugðu Clippers skammt.
All of @Patty_Mills' career-high 8 s! #GoSpursGo pic.twitter.com/pgUAWwKvR3
— NBA (@NBA) January 6, 2021
Þá vann Chicago Bulls Portland Trail Blazers, 108-111. Coby White var atkvæðamestur Chicago-manna með 21 stig og tíu fráköst. Þetta var annar sigur Chicago í röð.
21 PTS and a career-high 10 REB for @CobyWhite in the @chicagobulls W! #BullsNation pic.twitter.com/7XKgc3yyzb
— NBA (@NBA) January 6, 2021
Úrslitin í nótt
- Denver 123-116 Minnesota
- Memphis 92-94 LA Lakers
- Brooklyn 130-96 Utah
- LA Clippers 113-116 San Antonio
- Portland 108-111 Chicago

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.