Bílastæðasjóður endurgreiðir þrettán milljónir vegna oftekinna gjalda Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2021 12:27 Ljósmyndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun endurgreiða bifreiðareigendum oftekin gjöld sem innheimt voru vegna tiltekinna stöðubrota á tímabilinu 1. janúar til 24. september á síðasta ári. Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend
Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira