Þar segir jafnframt að ef horft sé til alls landsins þá hefur íbúum Fljótsdalshrepps fjölgað hlutfallslega mest síðastliðið ár eða um 14 prósent. Íbúum þar fjölgaði þó einungis um tólf íbúa eða úr 86 í 98 íbúa.
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Reykhólahreppi, eða um 9,9 prósent, og í Svalbarðsstrandarhreppi um 8,5 prósent. Þá fækkaði íbúum í 27 sveitarfélagi af 69 á ofangreindu tímabili. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.
Fjallað var um fækkunina í Reykhólahreppi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum.

Lítilsháttar fækkun varð á Vestfjörðum. Fækkunin á Vestfjörðum nam sjö íbúum sem svarar til 0,1 prósents. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 1,5 prósent eða um 3.495 íbúa. Mest hlutfallsleg fjölgun var á Suðurlandi eða um 570 íbúa sem svarar til 1,8 prósenta.
Fram kom á dögunum að landsmenn væru samanlagt 368 þúsund talsins. 189 þúsund karlar og 179 þúsund konur.