Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 12. janúar. Æfingabanni var aflétt í síðasta mánuði en keppnisbann er enn við lýði.
Ef þeim takmörkunum verður aflétt eftir 12. janúar hefst keppni í Reykjavíkurmóti karla 16. janúar og Reykjavíkurmóti kvenna degi síðar.
Níu lið taka þátt í Reykjavíkurmóti karla og sjö í Reykjavíkurmóti kvenna. Í karlaflokki á riðlakeppnin að fara fram 16. janúar til 6. febrúar en í kvennaflokki verður riðlakeppnin 17.-27. janúar. Keppni á Reykjavíkurmótinu lýkur svo með úrslitaleik efstu liða riðlanna.
Í fréttatilkynningu frá KRR kemur fram að Egilshöll standi öllum liðum til boða en þau geti einnig leikið sína heimaleiki á sínum heimavelli.
Leikjaniðurröðun á Reykjavíkurmótinu verður ekki staðfest fyrr en keppni verður leyfð á nýjan leik.
Fylkir varð Reykjavíkurmeistari kvenna og KR Reykjavíkurmeistari karla á síðasta ári.
Þátttökulið á Reykjavíkurmótinu 2021
Karlaflokkur:
- KR
- Valur
- Fram
- Þróttur
- Víkingur
- Fjölnir
- Leiknir
- ÍR
- Fylkir
Kvennaflokkur:
- KR
- Valur
- Fram
- Þróttur
- Fylkir
- Víkingur
- Fylkir