Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins NRK. Þar kemur fram að maðurinn sem fannst í gær hafi heitað Erik Grønolen og verið 31 árs.
Sex er nú saknað og hefur lögreglan birt lista yfir nöfn þeirra. Meðal þeirra sem saknað eru tvö börn, tveggja og þrettán ára.
Enn er leitað að eftirlifendum náttúruhamfaranna í rústunum, meðal annars með hjálp sporhunda. Ráðgert er að leit haldi áfram fram á nótt, eða til klukkan tvö að staðartíma.
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu heimsækja Ask á morgun og ræða við fólk sem missti allt sitt í hamförunum.