Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2020 21:09 Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. Álagið hefur aukist jafnt og þétt á Landspítalanum eftir því sem þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni hefur fjölgað í samfélaginu. Nú liggja fjörtíu og þrír sjúklingar á spítalanum með COVID-19. Ellefu þeirra liggja á gjörgæsludeildum spítalans í Fossvogi og við Hringbraut en af þessum ellefu eru átta tengdir við öndunarvél. Fylgst er vel með þeim sjúklingum sem hafa verið lagðir inn á spítalann. „Þegar fer að þyngjast þá eru þeir fluttir yfir á gjörgæslu og það er áfram þá metið hvort þeir þurfi þá öndunarvélastuðning. Þá þarf að svæfa viðkomandi og síðan er viðkomandi þá haldið sofandi í öndunarvél með þá slöngu í hálsinum, tengda við öndunarvél. Í þessum sjúkdómi þá gagnast vel að setja fólkið á grúfu til að opna upp lungun og fá betri loftskipti“ segir Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/arnar Fjórir hafa nú látist hér á landi af COVID-19. Þrír þeirra á Landspítalanum en einn á Húsavík. Tveir af þeim sem hafa látist eru hjón. Konan lést fyrir rúmri viku en maðurinn í gær. Aðeins einn af þeim sem lést hafði verið tengdur við öndunarvél. „Það hafa sem sagt farið ellefu í öndunarvél og tveir af þeim hafa náðst úr öndunarvél,“ segir Kristinn Sigvaldason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hversu lengi fólk, sem tengt er við öndunarvél, þurfi að vera það. „Það er svona alveg frá tíu til fimmtán daga og jafnvel upp í þrjár vikur,“ segir Sigurbergur. Kristinn segir vel hugsað um fólkið á meðan því er haldið sofandi. „Fólk fær róandi lyf og svefnlyf og fær líka næringu og hugsað um allt annað í kring. Fólki líður ekki illa,“ segir Kristinn. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.vísir/arnar Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hverjar lífslíkur þeirra eru sem fara á öndunarvél eru. „Það hefur verið aðeins breytilegt eftir löndum en það er svona talað um núna í kringum fimmtíu og sjötíu prósent dánarlíkur en það náttúrulega fer svolítið eftir því hvernig þú velur inn á gjörgæsluna. Hversu aldraðir sjúklingarnir eru og hvernig þá hópurinn er sem að sýkist,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar Þau segja marga vinna langar vaktir þessa dagana eða allt að sextán tíma. „Staðan er náttúrulega má segja þung og erfið en við höfum á að skipa frábæru starfsfólki þar sem að samtakamátturinn hefur skilað alveg ótrúlega miklu,“ segir Kristinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. Álagið hefur aukist jafnt og þétt á Landspítalanum eftir því sem þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni hefur fjölgað í samfélaginu. Nú liggja fjörtíu og þrír sjúklingar á spítalanum með COVID-19. Ellefu þeirra liggja á gjörgæsludeildum spítalans í Fossvogi og við Hringbraut en af þessum ellefu eru átta tengdir við öndunarvél. Fylgst er vel með þeim sjúklingum sem hafa verið lagðir inn á spítalann. „Þegar fer að þyngjast þá eru þeir fluttir yfir á gjörgæslu og það er áfram þá metið hvort þeir þurfi þá öndunarvélastuðning. Þá þarf að svæfa viðkomandi og síðan er viðkomandi þá haldið sofandi í öndunarvél með þá slöngu í hálsinum, tengda við öndunarvél. Í þessum sjúkdómi þá gagnast vel að setja fólkið á grúfu til að opna upp lungun og fá betri loftskipti“ segir Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/arnar Fjórir hafa nú látist hér á landi af COVID-19. Þrír þeirra á Landspítalanum en einn á Húsavík. Tveir af þeim sem hafa látist eru hjón. Konan lést fyrir rúmri viku en maðurinn í gær. Aðeins einn af þeim sem lést hafði verið tengdur við öndunarvél. „Það hafa sem sagt farið ellefu í öndunarvél og tveir af þeim hafa náðst úr öndunarvél,“ segir Kristinn Sigvaldason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hversu lengi fólk, sem tengt er við öndunarvél, þurfi að vera það. „Það er svona alveg frá tíu til fimmtán daga og jafnvel upp í þrjár vikur,“ segir Sigurbergur. Kristinn segir vel hugsað um fólkið á meðan því er haldið sofandi. „Fólk fær róandi lyf og svefnlyf og fær líka næringu og hugsað um allt annað í kring. Fólki líður ekki illa,“ segir Kristinn. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.vísir/arnar Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hverjar lífslíkur þeirra eru sem fara á öndunarvél eru. „Það hefur verið aðeins breytilegt eftir löndum en það er svona talað um núna í kringum fimmtíu og sjötíu prósent dánarlíkur en það náttúrulega fer svolítið eftir því hvernig þú velur inn á gjörgæsluna. Hversu aldraðir sjúklingarnir eru og hvernig þá hópurinn er sem að sýkist,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar Þau segja marga vinna langar vaktir þessa dagana eða allt að sextán tíma. „Staðan er náttúrulega má segja þung og erfið en við höfum á að skipa frábæru starfsfólki þar sem að samtakamátturinn hefur skilað alveg ótrúlega miklu,“ segir Kristinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37
99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent