RÚV biður Ívu afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. mars 2020 13:52 Íva flutti lagið í beinni í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira
Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube
Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira