Þeir sem böðuðu sig upp úr affalli Reykjanesvirkjunar böðuðu sig einnig upp úr affalli fiskeldisstöðvar Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 18:49 Fjöldi viðvörunarskilta er við affallið, sem voru hunsuð um liðna helgi. Einar Árnason Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“ Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“
Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira