Lúpína og lífhagkerfi Páll Árnason skrifar 5. maí 2020 11:00 Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun