„Í dag á Eliza afmæli. Við hófum daginn á að ganga með börnunum í skólann. Betra gat það ekki verið og betri lífsförunaut er ekki hægt að hugsa sér. Eliza er sjálfstæð og kappsöm, staðráðin í að standa á eigin fótum og láta gott af sér leiða í samfélaginu.“
Svona hefst færsla Guðna Th. Jóhannessonar forseta á Facebook en eiginkona hans Eliza Reid fagnar í dag 44 ára afmæli sínu.
„Um leið er hún ljúf og hlý. Fyrir fjórum árum nýttum við afmælisdaginn í að kynna framboð mitt til forseta Íslands. Í ár nær Eliza að eiga sinn dag í friði, ég hafði vaðið fyrir neðan mig og tilkynnti um framboð á fyrsta degi ársins. Hjartanlega til hamingju með afmælið, elsku Eliza.“