Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 10:01 Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands, varar við of mikilli bjartsýni á að efnahagslífið takið við sér strax. Vísir/EPA Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. Mikill samdráttur hefur orðið vegna faraldursins og takmarkana eins og samkomu- og útgöngubanns sem gripið hefur verið til um víða storð undanfarnar vikur og mánuði. Atvinnuleysi hefur einnig aukist verulega, ekki síst í þjónustugreinum þar sem starfsemi hefur raskast verulega. Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands og stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, varar við því að ekki sé hægt að gera ráð fyrir skjótum efnahagsbata á næstunni vegna þess að takmarkanir muni áfram þurfa að vera í gildi lengi enn. Hann telur ennfremur að of snemmt sé fyrir þýsk stjórnvöld að ráðast í efnahagslegan aðgerðapakka til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað því tilmæli um félagsforðun takmarki áhrif slíkrar innspýtingar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það væri vit í efnahagsinnspýtingu ef batinn tæki ekki almennilega við sér seinna meir,“ segir Weidmann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. Mikill samdráttur hefur orðið vegna faraldursins og takmarkana eins og samkomu- og útgöngubanns sem gripið hefur verið til um víða storð undanfarnar vikur og mánuði. Atvinnuleysi hefur einnig aukist verulega, ekki síst í þjónustugreinum þar sem starfsemi hefur raskast verulega. Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands og stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, varar við því að ekki sé hægt að gera ráð fyrir skjótum efnahagsbata á næstunni vegna þess að takmarkanir muni áfram þurfa að vera í gildi lengi enn. Hann telur ennfremur að of snemmt sé fyrir þýsk stjórnvöld að ráðast í efnahagslegan aðgerðapakka til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað því tilmæli um félagsforðun takmarki áhrif slíkrar innspýtingar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það væri vit í efnahagsinnspýtingu ef batinn tæki ekki almennilega við sér seinna meir,“ segir Weidmann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira