Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar hér marki með íslenska landsliðinu á HM í Katar en hann varð bæði markakóngur HM og þýsku deildarinnar þegar hann var síðast hjá Gummersbach. epa/Ali Haider Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Þýski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Þýski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira