Las á Facebook að fjölskylda hans hefði verið myrt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 11:00 Blake Bivens sagði frá skelfilegri upplifun sinni í messu sem var send út á samfélagsmiðlum. Mynd/Youtube Hafnarboltamaðurinn efnilegi Blake Bivens upplifði hryllilega tíma í ágúst síðastliðnum og nú hefur hann talað um það í fyrsta sinn opinberlega. Blake Bivens spilar með Tampa Bay Rays í neðri deildum hafnaboltans í Bandaríkjunum en menn sjá hann fyrir sér fara alla leið í MLB-atvinnumannadeildina. Blake Bivens komst í fréttirnar síðasta haust en ekki fyrir framgöngu sína inn á hafnarboltavellinum heldur fyrir það sem kom fyrir hans fjölskyldu. Nú hefur Blake Bivens sagt frá því hvernig hann komst að því að hann hafði missti sitt fólk með svo skelfilegum hætti. "I found out my family was gone over a Facebook headline. And I just immediately began to scream in the middle of the airport."Rays prospect Blake Bivens discovered that his wife, son and mother-in-law had been killed on social media.https://t.co/QpRjhpeyxy— Sporting News (@sportingnews) May 4, 2020 Blake Bivens var að bíða eftir flugi frá Tennessee til síns heima í Virginiu þegar hann eyddi tímanum með að fara á netið. Blake fór meðal annars á Facebook og þar komst hann að því að eiginkona hans, fjórtán mánaða sonur og tengdamamma hefðu öll verið myrt. Bivens talaði um þessa hryllilegu upplifun sína í kirkju á sunnudaginn en messan var sýnd á fésbókinni. „Fyrsta fyrirsögnin sem ég sé er að tvær konur og lítið barn væru dáin,“ sagði Blake Bivens. „Ég vissi um leið að þetta væri þau. Ég komst að því að ég væri búinn að missa fjölskyldu mína með því að lesa fyrirsögn inn á fésbókinni. Ég byrjaði strax að öskra á miðjum flugvellinum,“ sagði Bivens. Tampa Bay Rays Prospect Blake Bivens Found Out on Facebook that Wife, Son, Mother-in-Law Were Dead https://t.co/T6el65Wk28— People (@people) May 4, 2020 Mágur Blake Bivens, Matthew Thomas Bernard, hefur verið ákærður fyrir morðin en hann er aðeins átján ára. „Ég held að það erfiðasta við þetta allt saman var að labba inn í herbergi sonar míns og átta sig á fullu á því að ég átti aldrei eftir að sjá hann aftur á þessari jörðu,“ sagði Bivens. Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Sjá meira
Hafnarboltamaðurinn efnilegi Blake Bivens upplifði hryllilega tíma í ágúst síðastliðnum og nú hefur hann talað um það í fyrsta sinn opinberlega. Blake Bivens spilar með Tampa Bay Rays í neðri deildum hafnaboltans í Bandaríkjunum en menn sjá hann fyrir sér fara alla leið í MLB-atvinnumannadeildina. Blake Bivens komst í fréttirnar síðasta haust en ekki fyrir framgöngu sína inn á hafnarboltavellinum heldur fyrir það sem kom fyrir hans fjölskyldu. Nú hefur Blake Bivens sagt frá því hvernig hann komst að því að hann hafði missti sitt fólk með svo skelfilegum hætti. "I found out my family was gone over a Facebook headline. And I just immediately began to scream in the middle of the airport."Rays prospect Blake Bivens discovered that his wife, son and mother-in-law had been killed on social media.https://t.co/QpRjhpeyxy— Sporting News (@sportingnews) May 4, 2020 Blake Bivens var að bíða eftir flugi frá Tennessee til síns heima í Virginiu þegar hann eyddi tímanum með að fara á netið. Blake fór meðal annars á Facebook og þar komst hann að því að eiginkona hans, fjórtán mánaða sonur og tengdamamma hefðu öll verið myrt. Bivens talaði um þessa hryllilegu upplifun sína í kirkju á sunnudaginn en messan var sýnd á fésbókinni. „Fyrsta fyrirsögnin sem ég sé er að tvær konur og lítið barn væru dáin,“ sagði Blake Bivens. „Ég vissi um leið að þetta væri þau. Ég komst að því að ég væri búinn að missa fjölskyldu mína með því að lesa fyrirsögn inn á fésbókinni. Ég byrjaði strax að öskra á miðjum flugvellinum,“ sagði Bivens. Tampa Bay Rays Prospect Blake Bivens Found Out on Facebook that Wife, Son, Mother-in-Law Were Dead https://t.co/T6el65Wk28— People (@people) May 4, 2020 Mágur Blake Bivens, Matthew Thomas Bernard, hefur verið ákærður fyrir morðin en hann er aðeins átján ára. „Ég held að það erfiðasta við þetta allt saman var að labba inn í herbergi sonar míns og átta sig á fullu á því að ég átti aldrei eftir að sjá hann aftur á þessari jörðu,“ sagði Bivens.
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Sjá meira