Efling segir SÍS neita að semja Andri Eysteinsson skrifar 4. maí 2020 18:18 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að félagsmenn muni fá kjaraleiðréttingar. Vísir Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. Efling segir sambandið ætlast til þess að starfsfólk Kópavogsbæjar og Seltjarnarnesbæjar sem vinni sömu störf og borgarstarfsmenn geri það á verri kjörum. Efling undirritaði kjarasamning við Ríkið 7. mars og við Reykjavíkurborg 10. mars, eftir að sóttvarnaryfirvöld gáfu út hvatningu til viðsemjenda um að ganga frá samningum. Í tilkynningunni segir einnig að SÍS hafi kallað eftir því að komið verði í veg fyrir verkfall Eflingar með lögum í stað þess að ganga til samninga. Boðun verkfalls sem hefst á morgun var samþykkt með yfir 90% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslu, með metþátttöku. Atkvæðagreiðslan var endurtekin eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í lok mars vegna Kórónuveirufaraldursins. Starfsfólkið sem um ræðir starfar meðal annars við þrif í grunnskólum og heimaþjónustu. „Efling mun ekki skilja félagsmenn sína hjá Kópavogs- og Seltjarnesbæ eftir með verri kjarasamninga eingöngu af því að Sambandinu tókst að draga þessu kjaradeilu á langinn inn í Kórónuveirufaraldurinn. Hver einn og einasti félagsmaður Eflingar hjá hinu opinbera mun fá sína kjaraleiðréttingu, Kórónuveira eða ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í tilkynningunni. Kjaramál Kópavogur Seltjarnarnes Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. Efling segir sambandið ætlast til þess að starfsfólk Kópavogsbæjar og Seltjarnarnesbæjar sem vinni sömu störf og borgarstarfsmenn geri það á verri kjörum. Efling undirritaði kjarasamning við Ríkið 7. mars og við Reykjavíkurborg 10. mars, eftir að sóttvarnaryfirvöld gáfu út hvatningu til viðsemjenda um að ganga frá samningum. Í tilkynningunni segir einnig að SÍS hafi kallað eftir því að komið verði í veg fyrir verkfall Eflingar með lögum í stað þess að ganga til samninga. Boðun verkfalls sem hefst á morgun var samþykkt með yfir 90% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslu, með metþátttöku. Atkvæðagreiðslan var endurtekin eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í lok mars vegna Kórónuveirufaraldursins. Starfsfólkið sem um ræðir starfar meðal annars við þrif í grunnskólum og heimaþjónustu. „Efling mun ekki skilja félagsmenn sína hjá Kópavogs- og Seltjarnesbæ eftir með verri kjarasamninga eingöngu af því að Sambandinu tókst að draga þessu kjaradeilu á langinn inn í Kórónuveirufaraldurinn. Hver einn og einasti félagsmaður Eflingar hjá hinu opinbera mun fá sína kjaraleiðréttingu, Kórónuveira eða ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í tilkynningunni.
Kjaramál Kópavogur Seltjarnarnes Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira