Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 14:18 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. Sóttvarnalæknir upplýsti um þetta nú rétt í þessu á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur áréttaði að opnun sundlauganna yrði háð því hvernig framvinda faraldursins verði fram að 18. maí. Þá gat hann ekki sagt nánar til um það hvernig útfærslan verður á opnun sundlauganna en það yrði kynnt betur þegar nær dregur. „Sennilega það sem Íslendingar þrá mest“ Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Mikilvægt að muna eftir tveggja metra reglunni Á fundinum í dag lagði Þórólfur áherslu á að verkefninu væri hvergi nærri lokið þótt einum til tveimur köflum sé lokið þar sem faraldurinn er í rénun og samkomubanni var aflétt að hluta til í dag. Áfram þurfi að standa vaktina og vera tilbúin að takast á við hópsýkingar sem gætu komið upp. Þá lagði Þórólfur mikla áherslu á að almenningur haldi áfram að sinna vel einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og til dæmis að þvo hendur og spritta. Þá tók hann sérstaklega fram að tveggja metra reglan væri enn í gildi þótt hún gildi ekki um börn. Mikilvægt væri að reyna halda tveggja metra reglunni eins mikið og mögulegt er. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. Sóttvarnalæknir upplýsti um þetta nú rétt í þessu á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur áréttaði að opnun sundlauganna yrði háð því hvernig framvinda faraldursins verði fram að 18. maí. Þá gat hann ekki sagt nánar til um það hvernig útfærslan verður á opnun sundlauganna en það yrði kynnt betur þegar nær dregur. „Sennilega það sem Íslendingar þrá mest“ Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Mikilvægt að muna eftir tveggja metra reglunni Á fundinum í dag lagði Þórólfur áherslu á að verkefninu væri hvergi nærri lokið þótt einum til tveimur köflum sé lokið þar sem faraldurinn er í rénun og samkomubanni var aflétt að hluta til í dag. Áfram þurfi að standa vaktina og vera tilbúin að takast á við hópsýkingar sem gætu komið upp. Þá lagði Þórólfur mikla áherslu á að almenningur haldi áfram að sinna vel einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og til dæmis að þvo hendur og spritta. Þá tók hann sérstaklega fram að tveggja metra reglan væri enn í gildi þótt hún gildi ekki um börn. Mikilvægt væri að reyna halda tveggja metra reglunni eins mikið og mögulegt er. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira