Örplast og oxíð í Raman-smásjá Gissur Örlygsson skrifar 4. maí 2020 08:00 Efnafræðilegar upplýsingar í ýmsu samhengi Nýsköpunarmiðstöð festi nýlega kaup á fullkominni Raman-smásjá. Sjá má fyrir sér að tækið nýtist á fjölmörgum sviðum rannsókna, þróunar og þjónustu. Við rannsóknir á örplasti mun tækið valda straumhvörfum því hægt er á einfaldan hátt að greina tegundir plasts í sýnum af ýmsum toga, svo sem vefjasýnum og sýnum úr sjó. Ekki hefur verið unnt að gera slíkar greiningar hér á landi til þessa. Tækið getur nýst á margan hátt varðandi tæknirannsóknir lögreglu, t.d. við greiningu á trefjum (hári, vefnaði), greiningu á málningu, eiturlyfjum, sprengiefnum og fölsunum af ýmsum toga. Tæringarrannsóknir tengdar jarðhitaiðnaðinum munu njóta góðs af tækninni, t.d. til greininga á oxíðum, súlfíðum og klóríðum. Þá geta rannsóknir og þróun á sviði orkugjafa, lyfja, fæðubótarefna og snyrtivara, fjölliða, lækningatækja og ígræða og efnagreiningartækni notið góðs af tækjabúnaðinum, svo einhver dæmi séu nefnd. Dreifing innihaldsefna í lyfjatöflu og Raman-róf þeirra.Mynd/Horiba Scientific Einfaldur sýnaundirbúningur Mælingar krefjast lágmarksundirbúnings sýna. Ekki þarf t.d. að leysa sýnið upp, draga efni út eða slíkt til að geta mælt. Með skönnun er gert kleift að sjá dreifingu efna í yfirborði sýnis, t.d. má greina samsetningu lyfjatöflu eins og sýnt er á myndinni hér á síðunni. Einnig má skanna ákveðið rúmmál og fá þannig þrívíddargögn um dreifingu, svo fremi að ljós af viðkomandi bylgjulengd nái inn í sýnið. Hægt er að nota tækið til að fylgjast með efnabreytingum með því að skanna yfir tíma og fá þannig upplýsingar um breytingar á hvarfefnum og myndefnum og um hraða breytinganna. Raman-tækið á Nýsköpunarmiðstöð, LabRAM HR Evolution frá Horiba. Titringur og leysiljós Raman-mælingar byggjast á greiningu á titringi í sameindum með því að skoða tvístrun ljóss. Notað er leysiljós á sýnilega sviðinu og þar í kring. Raman-greiningar veita efnafræðilegar upplýsingar um sýnið, því að titringstíðni efnatengja og hópa efnatengja er einkennandi fyrir þau. Titringstíðnin og hugsanleg hliðrun hennar ásamt línubreidd gefa einnig upplýsingar um efnafræðilegt umhverfi. Hvert efnasamband hefur sitt einkennandi róf og einnig má greina blöndur efna í þætti. Notast er við gagnabanka með rófum þekktra efna við greiningarnar, en hægt er að bæta gögnum úr eigin mælingum í gagnabankann. Öflug viðbót í greiningarkostum Á heildina litið er um að ræða frábæra viðbót við tækjakost Nýsköpunarmiðstöðvar sem styrkir greiningarkosti á mörgum fagsviðum ásamt því að gefa kost á betri þjónustu við atvinnulíf og stofnanir. Kaupin voru styrkt af Innviðasjóði með stuðningi stofnana, háskóla og fyrirtækja. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Efnafræðilegar upplýsingar í ýmsu samhengi Nýsköpunarmiðstöð festi nýlega kaup á fullkominni Raman-smásjá. Sjá má fyrir sér að tækið nýtist á fjölmörgum sviðum rannsókna, þróunar og þjónustu. Við rannsóknir á örplasti mun tækið valda straumhvörfum því hægt er á einfaldan hátt að greina tegundir plasts í sýnum af ýmsum toga, svo sem vefjasýnum og sýnum úr sjó. Ekki hefur verið unnt að gera slíkar greiningar hér á landi til þessa. Tækið getur nýst á margan hátt varðandi tæknirannsóknir lögreglu, t.d. við greiningu á trefjum (hári, vefnaði), greiningu á málningu, eiturlyfjum, sprengiefnum og fölsunum af ýmsum toga. Tæringarrannsóknir tengdar jarðhitaiðnaðinum munu njóta góðs af tækninni, t.d. til greininga á oxíðum, súlfíðum og klóríðum. Þá geta rannsóknir og þróun á sviði orkugjafa, lyfja, fæðubótarefna og snyrtivara, fjölliða, lækningatækja og ígræða og efnagreiningartækni notið góðs af tækjabúnaðinum, svo einhver dæmi séu nefnd. Dreifing innihaldsefna í lyfjatöflu og Raman-róf þeirra.Mynd/Horiba Scientific Einfaldur sýnaundirbúningur Mælingar krefjast lágmarksundirbúnings sýna. Ekki þarf t.d. að leysa sýnið upp, draga efni út eða slíkt til að geta mælt. Með skönnun er gert kleift að sjá dreifingu efna í yfirborði sýnis, t.d. má greina samsetningu lyfjatöflu eins og sýnt er á myndinni hér á síðunni. Einnig má skanna ákveðið rúmmál og fá þannig þrívíddargögn um dreifingu, svo fremi að ljós af viðkomandi bylgjulengd nái inn í sýnið. Hægt er að nota tækið til að fylgjast með efnabreytingum með því að skanna yfir tíma og fá þannig upplýsingar um breytingar á hvarfefnum og myndefnum og um hraða breytinganna. Raman-tækið á Nýsköpunarmiðstöð, LabRAM HR Evolution frá Horiba. Titringur og leysiljós Raman-mælingar byggjast á greiningu á titringi í sameindum með því að skoða tvístrun ljóss. Notað er leysiljós á sýnilega sviðinu og þar í kring. Raman-greiningar veita efnafræðilegar upplýsingar um sýnið, því að titringstíðni efnatengja og hópa efnatengja er einkennandi fyrir þau. Titringstíðnin og hugsanleg hliðrun hennar ásamt línubreidd gefa einnig upplýsingar um efnafræðilegt umhverfi. Hvert efnasamband hefur sitt einkennandi róf og einnig má greina blöndur efna í þætti. Notast er við gagnabanka með rófum þekktra efna við greiningarnar, en hægt er að bæta gögnum úr eigin mælingum í gagnabankann. Öflug viðbót í greiningarkostum Á heildina litið er um að ræða frábæra viðbót við tækjakost Nýsköpunarmiðstöðvar sem styrkir greiningarkosti á mörgum fagsviðum ásamt því að gefa kost á betri þjónustu við atvinnulíf og stofnanir. Kaupin voru styrkt af Innviðasjóði með stuðningi stofnana, háskóla og fyrirtækja. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun