Ekkert bendir til annars en að verkfall hefjist á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2020 14:45 Samningarfundur Reykjavíkurborgar og Eflingar hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm „Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
„Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta.
Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51
Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18
Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29