Útskriftarnemar í MH og MR telja ferðaskrifstofur hafa brotið á sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. maí 2020 19:00 Útskriftarnemar í MH og MR telja að ferðaskrifstofur hafi brotið á sér með því að ferðaskrifstofur endurgreiði ekki pakkaferðir innan tveggja vikna eftir að farið er fram á það. Alls nema kröfurnar ríflega tuttugu milljónum króna. Formaður Neytendasamtakanna telur að neytendur eigi skýlausan rétt á slíkum endurgreiðslum samkvæmt stjórnarskrá. 170 Útskriftarnemar í Menntaskólanum í Hamrahlíð ætluðu í útskriftarferð til Krítar með Heimsferðum nú í júní. Sumir voru búnir að greiða alla ferðina aðrir að hluta, alls um tíu milljónir króna. Vegna aðstæðna hefur verið hætt við ferðina og helmingur nemenda fer fram á endurgreiðslu, aðrir ætla síðar í ferðina. „Það er talað um að sé í vinnslu hjá gjaldkera og það eigi að bíða eftir nýjum lögum frá alþingi sem er skrítið því þegar maður biður um endurgreiðslu á maður að fá hana innan tveggja vikna,“ segir Ásgrímur Gunnarsson, oddviti útskriftarnefndar í MH. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Hann segir þetta álag á nemendur. „Það fylgir þessu náttúrulega mikið stress sérstaklega fyrir námsmenn núna sem vita ekki einu sinni hvort þeir fái endurgreitt sem kemur þeim mjög illa.“ Útskriftarnemar í Menntaskólanum í Reykjavík eru í sömu stöðu en um 200 manns ætluðu til Mexíkó í júní og höfðu greitt staðfestingargjald til ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic alls um tólf milljónir. Að sögn Ingu Þóru Pálsdóttur í sjöttabekkjarráði hættu þau við og fara fram á endurgreiðslu. Í tölvupósti frá ferðaskrifstofunni vegna kröfunnar er vísað í lög og að ferðaskrifstofan telji sig ekki skuldbundna til að endurgreiða staðfestingargjaldið í heild. Egill Örn Arnarson annar eigandi Trans-Atlantic sagði við fréttastofu í dag að endurgreiðslu hafi ekki verið hafnað að sinni. Beðið sé lagabreytinga og aðgerða ríkisstjórnar. Þá taki tíma að fá endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði. Reynt sé að koma á móts við kröfur nemenda. Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur hafa skýlausan rétt til endurgreiðslu í svona málum. „Við vitum af tveimur slíkum málum þar sem ferðaskrifstofurnar neita að greiða sem verða dómtekin í næstu viku. Við vitum svo sem hvernig úrskurðurinn það eru bara ferðaskrifstofurnar sem neita að greiða,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Neytendur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Sjá meira
Útskriftarnemar í MH og MR telja að ferðaskrifstofur hafi brotið á sér með því að ferðaskrifstofur endurgreiði ekki pakkaferðir innan tveggja vikna eftir að farið er fram á það. Alls nema kröfurnar ríflega tuttugu milljónum króna. Formaður Neytendasamtakanna telur að neytendur eigi skýlausan rétt á slíkum endurgreiðslum samkvæmt stjórnarskrá. 170 Útskriftarnemar í Menntaskólanum í Hamrahlíð ætluðu í útskriftarferð til Krítar með Heimsferðum nú í júní. Sumir voru búnir að greiða alla ferðina aðrir að hluta, alls um tíu milljónir króna. Vegna aðstæðna hefur verið hætt við ferðina og helmingur nemenda fer fram á endurgreiðslu, aðrir ætla síðar í ferðina. „Það er talað um að sé í vinnslu hjá gjaldkera og það eigi að bíða eftir nýjum lögum frá alþingi sem er skrítið því þegar maður biður um endurgreiðslu á maður að fá hana innan tveggja vikna,“ segir Ásgrímur Gunnarsson, oddviti útskriftarnefndar í MH. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Hann segir þetta álag á nemendur. „Það fylgir þessu náttúrulega mikið stress sérstaklega fyrir námsmenn núna sem vita ekki einu sinni hvort þeir fái endurgreitt sem kemur þeim mjög illa.“ Útskriftarnemar í Menntaskólanum í Reykjavík eru í sömu stöðu en um 200 manns ætluðu til Mexíkó í júní og höfðu greitt staðfestingargjald til ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic alls um tólf milljónir. Að sögn Ingu Þóru Pálsdóttur í sjöttabekkjarráði hættu þau við og fara fram á endurgreiðslu. Í tölvupósti frá ferðaskrifstofunni vegna kröfunnar er vísað í lög og að ferðaskrifstofan telji sig ekki skuldbundna til að endurgreiða staðfestingargjaldið í heild. Egill Örn Arnarson annar eigandi Trans-Atlantic sagði við fréttastofu í dag að endurgreiðslu hafi ekki verið hafnað að sinni. Beðið sé lagabreytinga og aðgerða ríkisstjórnar. Þá taki tíma að fá endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði. Reynt sé að koma á móts við kröfur nemenda. Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur hafa skýlausan rétt til endurgreiðslu í svona málum. „Við vitum af tveimur slíkum málum þar sem ferðaskrifstofurnar neita að greiða sem verða dómtekin í næstu viku. Við vitum svo sem hvernig úrskurðurinn það eru bara ferðaskrifstofurnar sem neita að greiða,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Neytendur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Sjá meira
Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15
Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00
Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00