Verðum að sýna þolgæði til að komast í gegn um næstu mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 14:53 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans lagði áherslu á að þjóðin sýndi þolgæði eða þrautseigju á komandi misserum. Lögreglan „Þó stærsta orrustan sé unnin í stríðinu þá er stríðinu langt í frá lokið. Eins og við þreytumst ekki á að minna á þá þurfum við að halda vöku okkar því hættan er sú að veiran blossi upp aftur og þá er eins gott að vera viðbúin og það ætlum við að vera.“ Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Páll segir að það muni reyna á að halda út næstu mánuði. Það muni reynast erfiðara en farsóttin verði ekki unnin á einni nóttu, ekki frekar en önnur heilsufarsvandamál. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræktum með okkur þann eiginleika að gefa hlutum tíma til að ná árangri. Hlutirnir þurfa sinn tíma, þessi farsótt þarf sinn tíma, næstu mánuði að minnsta kosti.“ „Innan geðheilbrigðisfræða hefur á undanförnum árum vaxandi athygli beinst að hugtakinu „resilience“ sem á íslensku hefur verið þýtt með orðinu þrautseigja eða seigla. Mér finnst reyndar að orðið þolgæði, að vera þolgóður, betra hugtak þarna. Því það dregur fram að þetta snýst ekki um það að þrauka heldur um það jákvæða að þola erfiðleika. Að komast í gegn um þá og jafnvel læra af reynslunni,“ segir Páll. Hann varpar fram þeirri spurningu hvað það sé að vera þrautseigur eða þolgóður. „Það sem einkennir hinn þolgóða er hæfileikinn til að muna markmiðið sem stefnt er að. Að missa ekki sjónar á því og láta ekki áföll breyta sér heldur gefa eftir, bogna, koma svo til baka og halda áfram ótrauður.“ Hann segir ástæðu þess að geðheilbrigðisstarfsmenn hafi áhuga á þessu hugtaki sá þá að það lendi allir í áföllum á ævi sinni eða þurfa að vinna undir miklu álagi. Þolgæði sé mikilvægur þáttur sem efli okkur til að takast á við þessi áföll. Með því að byggja það upp þá styrkjumst við. Enginn er eyland „Hæfileiki einstaklinga til að sýna þolgæði eða þrautseigju er ekki fasti. Hann er ekki eitthvað óumbreytanlegt heldur breytilegur,“ segir Páll „Í grunnin höfum við einhvern persónuleika en svo skipta viðhorf okkar til erfiðleika, það hvort við skiljum ástæðu þeirra eða hvort við sjáum í þeim tilgang, mjög miklu máli. Það má svo ekki gleyma því að það umhverfi sem við búum við er gríðarlega mikilvægt. Jafnvel mikilvægara í grunninn en hversu sterk við sjálf erum, því það er enginn eyland.“ Hann leggur mikilvægi á það að stuðningur fjölskyldu, vina og velferðarkerfisins ekki síst, þess kerfis sem byggt hafi verið upp hér til að styðja við hvert annað á erfiðum tímum, sé ekki síður hluti af þolgæði okkar og seiglu sem samfélags en hver einstaklingur. Þá nefnir hann grein sem birt var í tímaritinu The Lancet í morgun þar sem einkenni þeirra samfélaga sem best hafa brugðist við faraldrinum eru dregin fram. „Það eru samfélög sem hafa náð að vinna saman sem heild. Í baráttu við farsótt þá skilar sérgæska og fókus á þröngan eiginhag fólki bara ofan í gröfina,“ segir Páll. „Við þurfum að vera minnug þess að stjórnvöld hvers lands geta ekki bara gert kröfur á þegnana að sýna fórnfýsi og breyta hegðun sinni. Þegnarnir geta líka gert kröfur á stjórnvöld hvers lands að standa undir þeirri ábyrgð sinni að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins og hugsa um almannaheill.“ „Það er ljóst að hér, eins og annars staðar, þurfum við að setja aukna áherslu á það að tryggja og byggja upp heilbrigðiskerfið á næstu árum. Sá heimur sem við sjáum glitta í handan við kóf farsóttarinnar áttar sig á mikilvægi góðra heilbrigðisvarna umfram flest annað.“ „Tilgangurinn með því að passa okkur áfram og halda vöku okkar er sá að komast í gegn um þessa farsótt með sem allra minnstum skaða. Við náum að auðsýna þolgæði með því að hafa í huga að vernda það líf sem við búum við og með því að gæta hvers annars, styðja við hvert annað og muna að við erum eins og varnarkeðja. Ekki sterkari en veikasti hlekkurinn þannig að við styrkjum þá sem veikast standa og munum að öll él styttir upp um síðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Einn greindist með Covid-19 Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi. 1. maí 2020 13:26 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 1. maí 2020 13:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Þó stærsta orrustan sé unnin í stríðinu þá er stríðinu langt í frá lokið. Eins og við þreytumst ekki á að minna á þá þurfum við að halda vöku okkar því hættan er sú að veiran blossi upp aftur og þá er eins gott að vera viðbúin og það ætlum við að vera.“ Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Páll segir að það muni reyna á að halda út næstu mánuði. Það muni reynast erfiðara en farsóttin verði ekki unnin á einni nóttu, ekki frekar en önnur heilsufarsvandamál. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræktum með okkur þann eiginleika að gefa hlutum tíma til að ná árangri. Hlutirnir þurfa sinn tíma, þessi farsótt þarf sinn tíma, næstu mánuði að minnsta kosti.“ „Innan geðheilbrigðisfræða hefur á undanförnum árum vaxandi athygli beinst að hugtakinu „resilience“ sem á íslensku hefur verið þýtt með orðinu þrautseigja eða seigla. Mér finnst reyndar að orðið þolgæði, að vera þolgóður, betra hugtak þarna. Því það dregur fram að þetta snýst ekki um það að þrauka heldur um það jákvæða að þola erfiðleika. Að komast í gegn um þá og jafnvel læra af reynslunni,“ segir Páll. Hann varpar fram þeirri spurningu hvað það sé að vera þrautseigur eða þolgóður. „Það sem einkennir hinn þolgóða er hæfileikinn til að muna markmiðið sem stefnt er að. Að missa ekki sjónar á því og láta ekki áföll breyta sér heldur gefa eftir, bogna, koma svo til baka og halda áfram ótrauður.“ Hann segir ástæðu þess að geðheilbrigðisstarfsmenn hafi áhuga á þessu hugtaki sá þá að það lendi allir í áföllum á ævi sinni eða þurfa að vinna undir miklu álagi. Þolgæði sé mikilvægur þáttur sem efli okkur til að takast á við þessi áföll. Með því að byggja það upp þá styrkjumst við. Enginn er eyland „Hæfileiki einstaklinga til að sýna þolgæði eða þrautseigju er ekki fasti. Hann er ekki eitthvað óumbreytanlegt heldur breytilegur,“ segir Páll „Í grunnin höfum við einhvern persónuleika en svo skipta viðhorf okkar til erfiðleika, það hvort við skiljum ástæðu þeirra eða hvort við sjáum í þeim tilgang, mjög miklu máli. Það má svo ekki gleyma því að það umhverfi sem við búum við er gríðarlega mikilvægt. Jafnvel mikilvægara í grunninn en hversu sterk við sjálf erum, því það er enginn eyland.“ Hann leggur mikilvægi á það að stuðningur fjölskyldu, vina og velferðarkerfisins ekki síst, þess kerfis sem byggt hafi verið upp hér til að styðja við hvert annað á erfiðum tímum, sé ekki síður hluti af þolgæði okkar og seiglu sem samfélags en hver einstaklingur. Þá nefnir hann grein sem birt var í tímaritinu The Lancet í morgun þar sem einkenni þeirra samfélaga sem best hafa brugðist við faraldrinum eru dregin fram. „Það eru samfélög sem hafa náð að vinna saman sem heild. Í baráttu við farsótt þá skilar sérgæska og fókus á þröngan eiginhag fólki bara ofan í gröfina,“ segir Páll. „Við þurfum að vera minnug þess að stjórnvöld hvers lands geta ekki bara gert kröfur á þegnana að sýna fórnfýsi og breyta hegðun sinni. Þegnarnir geta líka gert kröfur á stjórnvöld hvers lands að standa undir þeirri ábyrgð sinni að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins og hugsa um almannaheill.“ „Það er ljóst að hér, eins og annars staðar, þurfum við að setja aukna áherslu á það að tryggja og byggja upp heilbrigðiskerfið á næstu árum. Sá heimur sem við sjáum glitta í handan við kóf farsóttarinnar áttar sig á mikilvægi góðra heilbrigðisvarna umfram flest annað.“ „Tilgangurinn með því að passa okkur áfram og halda vöku okkar er sá að komast í gegn um þessa farsótt með sem allra minnstum skaða. Við náum að auðsýna þolgæði með því að hafa í huga að vernda það líf sem við búum við og með því að gæta hvers annars, styðja við hvert annað og muna að við erum eins og varnarkeðja. Ekki sterkari en veikasti hlekkurinn þannig að við styrkjum þá sem veikast standa og munum að öll él styttir upp um síðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Einn greindist með Covid-19 Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi. 1. maí 2020 13:26 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 1. maí 2020 13:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Einn greindist með Covid-19 Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi. 1. maí 2020 13:26
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 1. maí 2020 13:15