Segja augljóst að ríkið þurfi að aðstoða Icelandair Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 20:57 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/samsett Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kveðst ekki hrifin af þeirri hugmynd að ríkið eignist hlut í Icelandair. Aftur á móti, ætli ríkið að leggja fyrirtækinu til fjármagn með beinum hætti, sé alveg ljóst að það þurfi að vera í formi hlutafjár. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur að ríkið þurfi að stíga inn í með meira afgerandi hætti en stjórnvöld gáfu til kynna í dag. Sjá einnig: Útilokar enga möguleika um hvort ríkið eignist hlut í Icelandair „Ég fagna því nú að ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um það að styðja við fyrirtækið með einhverjum hætti. Mér finnst hins vegar að sá stuðningur mætti vera meiri og skýrari. Ríkisstuðningur við flugfélag að þessari stærðargráðu er náttúrlega stuðningur úr sjóðum almennings, til þess að fyrirtækið geti haldið áfram sinni starfsemi og fólk geti haldið áfram sínum störfum, þá finnst mér að sá stuðningur þurfi að vera bundinn einhverjum skýrum skilyrðum eins og við erum að sjá evrópskar ríkisstjórnir gera í sínum stuðningi við evrópsk flugfélög,“ segir Rósa Björk. Ríkið verði þá að setja þau skilyrði fyrir sínum stuðningi að félagið stundi ábyrga starfshætti, laun og bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda sem og arðgreiðslur verði teknar til endurskoðunar og að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að ef að ríkið kemur til með afgerandi hætti, eins og kannski miklar líkur eru á að gerist, meiri heldur en að við sáum í dag, að þá verði þeim stuðningi breytt í hlutafé í félaginu og þá er náttúrlega viðbúið að ríkið geri skýr skilyrði fyrir þeirri aðstoð, líkt og við erum að sjá alls staðar í Evrópu,“ segir Rósa. Spurð hvort hún telji þá ólíku hugmyndafræði sem einkennir þá flokka sem mynda ríkisstjórn geta orðið til þess að erfitt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu segist Rósa vona að svo verði ekki. „Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf og atvinnulíf og við erum að sjá gríðarlega háar tölur þegar kemur að atvinnuleysistölum bara í dag sem er ótrúlega dapurlegt að sjá. En ég vona að það náist eitthvað samkomulag um aðkomu ríkisins og ég vona það besta,“ segir Rósa. Þorgerður Katrín segir það mikil forréttindi fyrir Íslendinga að vera með innlent og öflugt flugfélag. „Þá skiptir miklu núna á þessum tímum þar sem við erum ekki alveg að sjá hlutina fyrir að varðveita þekkinguna, reynsluna, tengslin og leyfin meðal annars sem Icelandair hefur yfir að ráða. Þess vegna fagna ég því að ríkisstjórnin, hún má stíga fram með afgerandi hætti, meira heldur en hún hefur gert í dag, að það verði allt gert til þess að reyna að stuðla að því að starfsemi Icelandair haldi áfram,“ segir Þorgerður. Þorgerður Katrín fylgdist með óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Visir/Vilhelm Sjálf sé hún þó ekki mjög hrifin af því að ríkið fari og eignist hlut í flugfélagi. „En á hinn bóginn er það alveg skýrt að ef að ríkið kemur að einhverjum hætti að með lánum að þá verða veðin að vera örugg og veðin verða að vera sterk og trygg. Og ef að ríkisstjórnin ætlar að fara að koma með fjármagn inn í fyrirtæki þá liggur alveg ljóst fyrir að þá verður það að vera í formi hlutafjár,“ segir Þorgerður. Best ef hluthafar klára dæmið sjálfir Fýsilegasti kosturinn væri þó sá að hluthafarnir myndu klára málið sjálfir og reyna að fjármagna þá viðbót sem uppá vantar. „Hún er mikil og nýjustu tölur herma að það þurfi að vera að minnsta kosti 22 til 28 milljarðar, þetta eru risa fjárhæðir. Það blasir nokkurn veginn við að íslenska ríkið þarf að koma að þessu eins og alls staðar annars staðar er verið að gera í Evrópu,“ segir Þorgerður. „Ég hefði kosið hina leiðina en það er alveg skýrt, ég tek undir það sem Rósa segir, skilyrðin þurfa að vera mjög skýr, en það er ekki þannig að íslenska ríkið eigi að fara að gefa pening, það er ekki þannig og það verður að tala skýrt í þeim efnum,“ bætir hún við. Hún kveðst ekki skilja þá sem tali á þá leið að setja eigi félagið í þrot. „Mér finnst galið að heyra þetta. Það væri glapræði í dag ef íslenska ríkið myndi ekki stíga inn í núna og hjálpa félaginu. Það væri glapræði. Við eigum að gera allt en með skýrar reglur og skýrar kröfur,“ segir Þorgerður. Icelandair Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kveðst ekki hrifin af þeirri hugmynd að ríkið eignist hlut í Icelandair. Aftur á móti, ætli ríkið að leggja fyrirtækinu til fjármagn með beinum hætti, sé alveg ljóst að það þurfi að vera í formi hlutafjár. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur að ríkið þurfi að stíga inn í með meira afgerandi hætti en stjórnvöld gáfu til kynna í dag. Sjá einnig: Útilokar enga möguleika um hvort ríkið eignist hlut í Icelandair „Ég fagna því nú að ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um það að styðja við fyrirtækið með einhverjum hætti. Mér finnst hins vegar að sá stuðningur mætti vera meiri og skýrari. Ríkisstuðningur við flugfélag að þessari stærðargráðu er náttúrlega stuðningur úr sjóðum almennings, til þess að fyrirtækið geti haldið áfram sinni starfsemi og fólk geti haldið áfram sínum störfum, þá finnst mér að sá stuðningur þurfi að vera bundinn einhverjum skýrum skilyrðum eins og við erum að sjá evrópskar ríkisstjórnir gera í sínum stuðningi við evrópsk flugfélög,“ segir Rósa Björk. Ríkið verði þá að setja þau skilyrði fyrir sínum stuðningi að félagið stundi ábyrga starfshætti, laun og bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda sem og arðgreiðslur verði teknar til endurskoðunar og að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að ef að ríkið kemur til með afgerandi hætti, eins og kannski miklar líkur eru á að gerist, meiri heldur en að við sáum í dag, að þá verði þeim stuðningi breytt í hlutafé í félaginu og þá er náttúrlega viðbúið að ríkið geri skýr skilyrði fyrir þeirri aðstoð, líkt og við erum að sjá alls staðar í Evrópu,“ segir Rósa. Spurð hvort hún telji þá ólíku hugmyndafræði sem einkennir þá flokka sem mynda ríkisstjórn geta orðið til þess að erfitt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu segist Rósa vona að svo verði ekki. „Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf og atvinnulíf og við erum að sjá gríðarlega háar tölur þegar kemur að atvinnuleysistölum bara í dag sem er ótrúlega dapurlegt að sjá. En ég vona að það náist eitthvað samkomulag um aðkomu ríkisins og ég vona það besta,“ segir Rósa. Þorgerður Katrín segir það mikil forréttindi fyrir Íslendinga að vera með innlent og öflugt flugfélag. „Þá skiptir miklu núna á þessum tímum þar sem við erum ekki alveg að sjá hlutina fyrir að varðveita þekkinguna, reynsluna, tengslin og leyfin meðal annars sem Icelandair hefur yfir að ráða. Þess vegna fagna ég því að ríkisstjórnin, hún má stíga fram með afgerandi hætti, meira heldur en hún hefur gert í dag, að það verði allt gert til þess að reyna að stuðla að því að starfsemi Icelandair haldi áfram,“ segir Þorgerður. Þorgerður Katrín fylgdist með óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Visir/Vilhelm Sjálf sé hún þó ekki mjög hrifin af því að ríkið fari og eignist hlut í flugfélagi. „En á hinn bóginn er það alveg skýrt að ef að ríkið kemur að einhverjum hætti að með lánum að þá verða veðin að vera örugg og veðin verða að vera sterk og trygg. Og ef að ríkisstjórnin ætlar að fara að koma með fjármagn inn í fyrirtæki þá liggur alveg ljóst fyrir að þá verður það að vera í formi hlutafjár,“ segir Þorgerður. Best ef hluthafar klára dæmið sjálfir Fýsilegasti kosturinn væri þó sá að hluthafarnir myndu klára málið sjálfir og reyna að fjármagna þá viðbót sem uppá vantar. „Hún er mikil og nýjustu tölur herma að það þurfi að vera að minnsta kosti 22 til 28 milljarðar, þetta eru risa fjárhæðir. Það blasir nokkurn veginn við að íslenska ríkið þarf að koma að þessu eins og alls staðar annars staðar er verið að gera í Evrópu,“ segir Þorgerður. „Ég hefði kosið hina leiðina en það er alveg skýrt, ég tek undir það sem Rósa segir, skilyrðin þurfa að vera mjög skýr, en það er ekki þannig að íslenska ríkið eigi að fara að gefa pening, það er ekki þannig og það verður að tala skýrt í þeim efnum,“ bætir hún við. Hún kveðst ekki skilja þá sem tali á þá leið að setja eigi félagið í þrot. „Mér finnst galið að heyra þetta. Það væri glapræði í dag ef íslenska ríkið myndi ekki stíga inn í núna og hjálpa félaginu. Það væri glapræði. Við eigum að gera allt en með skýrar reglur og skýrar kröfur,“ segir Þorgerður.
Icelandair Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent