Taka sýni úr yfir þúsund Eyjamönnum næstu þrjá daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2020 11:57 Í gær voru 66 smit kórónuveiru staðfest í Vestmannaeyjum. Vísir/vilhelm Yfir þúsund manns hafa skráð sig í almenna skimun fyrir kórónuveirunni sem hófst í Vestmannaeyjum í morgun, þar sem faraldur veirunnar hefur verið afar skæður. Umdæmislæknir sóttvarna segir sýnatökur fara hratt og vel af stað. Skimunin er á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjabæjar og Íslenskrar erfðagreiningar en opnað var fyrir tímabókanir á vef þeirrar síðarnefndu fyrr í vikunni. Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU var önnum kafinn við sýnatökur í Eyjum þegar fréttastofa náði tali af honum nú fyrir hádegi. Hann segir að gríðarlega góð skráning sé í sýnatökur, sem standa munu yfir næstu daga í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. „Það fylltist strax. [...] Við erum með aðeins styttri dag í dag af því að við erum að taka sérstaklega þá sem eru í sóttkví í sýnatöku í dag. En lengsti dagurinn sem stendur er á morgun og við erum svona að velta fyrir okkur að færa til laugardaginn út af veðurspá, þannig að það gæti verið að það lengist þá í hinum dögunum. En á næstu þremur dögum erum við að fara að taka rúmlega þúsund sýni. Við tökum einn fjórða af Vestmannaeyingum.“ Skimunin hófst klukkan tíu í morgun, „á hálfum hraða" að sögn Hjartar, en strax á ellefta tímanum var sýnatakan komin á fullt skrið. „Þetta byrjar vel, það er fullt af fólki að vinna við þetta, þess vegna gengur þetta svona hratt. Við erum að taka 25 sýni á korteri,“ segir Hjörtur. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Faraldur kórónuveiru hefur verið skæður í Eyjum en í gær voru smit þar orðin alls 66. Þá verður hert samkomubann, þar sem fleiri en tíu er meinað að koma saman, í gildi í Eyjum fram yfir páska hið minnsta. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir þó góðan anda í bænum þrátt fyrir allt. „Það er verið að setja þessar reglur í okkar þágu og fólk er bara að fara eftir því. Það hlýðir því sem það á að gera og hlýðir Víði,“ segir Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45 Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa skráð sig í almenna skimun fyrir kórónuveirunni sem hófst í Vestmannaeyjum í morgun, þar sem faraldur veirunnar hefur verið afar skæður. Umdæmislæknir sóttvarna segir sýnatökur fara hratt og vel af stað. Skimunin er á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjabæjar og Íslenskrar erfðagreiningar en opnað var fyrir tímabókanir á vef þeirrar síðarnefndu fyrr í vikunni. Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU var önnum kafinn við sýnatökur í Eyjum þegar fréttastofa náði tali af honum nú fyrir hádegi. Hann segir að gríðarlega góð skráning sé í sýnatökur, sem standa munu yfir næstu daga í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. „Það fylltist strax. [...] Við erum með aðeins styttri dag í dag af því að við erum að taka sérstaklega þá sem eru í sóttkví í sýnatöku í dag. En lengsti dagurinn sem stendur er á morgun og við erum svona að velta fyrir okkur að færa til laugardaginn út af veðurspá, þannig að það gæti verið að það lengist þá í hinum dögunum. En á næstu þremur dögum erum við að fara að taka rúmlega þúsund sýni. Við tökum einn fjórða af Vestmannaeyingum.“ Skimunin hófst klukkan tíu í morgun, „á hálfum hraða" að sögn Hjartar, en strax á ellefta tímanum var sýnatakan komin á fullt skrið. „Þetta byrjar vel, það er fullt af fólki að vinna við þetta, þess vegna gengur þetta svona hratt. Við erum að taka 25 sýni á korteri,“ segir Hjörtur. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Faraldur kórónuveiru hefur verið skæður í Eyjum en í gær voru smit þar orðin alls 66. Þá verður hert samkomubann, þar sem fleiri en tíu er meinað að koma saman, í gildi í Eyjum fram yfir páska hið minnsta. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir þó góðan anda í bænum þrátt fyrir allt. „Það er verið að setja þessar reglur í okkar þágu og fólk er bara að fara eftir því. Það hlýðir því sem það á að gera og hlýðir Víði,“ segir Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45 Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34
Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45
Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39