Linda Pé orðin fimmtug: „Langar ekkert að virka eldri en ég er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2020 10:29 Linda Pé lítur einstaklega vel út í dag. Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira