Linda Pé orðin fimmtug: „Langar ekkert að virka eldri en ég er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2020 10:29 Linda Pé lítur einstaklega vel út í dag. Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira