Tímamótatillögur! Ómar H. Kristmundsson skrifar 30. apríl 2020 10:00 Nýliðinn vetur hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum almannaheillasamtaka sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Landsbjörg og Rauði krossinn hafa „staðið vaktina“ eins og áður en jafnframt hafa fjölmörg önnur félög og sjálfseignarstofnanir gegnt mikilvægu hlutverki í að mæta breyttum þörfum samfélagins. Á næstu misserum mun reyna enn meira á starf almannaheillasamtaka ekki síst samtaka sem veita aðstoð þeim sem teljast til viðkvæmra hópa. Á sama tíma er hætta á að tekjur muni skerðast til muna. Til að vega upp á móti skiptir miklu að skattaálögur á starfsemi þeirra séu í lágmarki og skattaívilnanir hvetji til stuðnings við þau. Nýlegar tillögur starfshóps fjármálaráðherra um breytingar á skattlagningu á starfsemi sem fellur undir þriðja geirann eru tímamótatillögur í þessum efnum. Í skýrslu starfshópsins segir að rétt sé að lögfesta nýja skattalega hvata til að stuðla enn frekar að eflingu almannaheillasamtaka. Með þeim megi efla skattaleg og rekstrarleg skilyrði og færa þau nær þeim ívilnunum sem fyrir hendi eru í nágrannalöndunum. Samtök innan þriðja geirans afla tekna með ýmsum hætti allt eftir viðfangsefnum þeirra. Þannig er algengast að félagasamtök sem reka opinbera velferðarþjónustu byggi afkomu sína að verulegu leyti á þjónustusamningum en einnig á sjálfsaflafé. Stór hópur félagasamtaka, svo sem íþróttafélög sem reka meðlimatengda starfsemi, eru oftar en ekki með samsetta tekjustofna, svo sem æfinga- og félagsgjöld, framlög frá sveitarfélögum, tekjur af getraunum og happdrætti o.s.frv. Þau félagasamtök sem hafa að meginhlutverki að vinna að margvíslegri hagsmunabaráttu byggja oft afkomu sína á félagsgjöldum og stuðningi frá hinu opinbera. Rekstrarumfang félagasamtaka er afar breytilegt, hjá sumum þeirra er rekstur lítill og starf unnið að mestu af sjálfboðaliðum en hjá öðrum á við meðalstór fyrirtæki. Tekjur fara einnig eftir aldri félags. Algengast er að félög byggi í byrjun á framlagi sjálfboðaliða og verkefnastyrkjum frá opinberum aðilum eða samfélagssjóðum fyrirtækja. Erfitt er að áætla með vissu hversu neikvæð áhrif núverandi efnahagskreppu verða á starfsemi félagasamtaka. Þó er ljóst að áhrifin eru háð því hvaðan bjargir þeirra koma. Í efnahagskreppum virðist algengt að framlög stjórnvalda dragist saman en hversu mikið er háð fjölmörgum þáttum, m.a. því hvort stjórnvöld ætli þriðja geiranum sérstakt hlutverk á tímum efnahagssamdráttar. Framlög frá einkafyrirtækjum haldast augljóslega í hendur við afkomu þeirra og munu því að öllum líkindum dragast mikið saman. Miðað við alþjóðlegar rannsóknir er ekki sjálfgefið að framlög almennings í sérstökum fjársöfnunum eða í formi reglubundins stuðning minnki verulega. Í athugun sem gerð var meðal íslenskra velferðarsamtaka 2009, ári eftir hrunið, kom í ljós að á sama tíma og verulegur samdráttur varð á framlögum frá fyrirtækjum urðu óverulegar breytingar á fjárstuðningi almennings. Í tillögum starfshópsins er m.a. gert ráð fyrir að einstaklingum verði gert heimilt að draga frá tekjum sínum gjafir og framlög upp að tilteknu hámarki. Þetta getur skipt miklu við að halda óbreyttum stuðningi almennings í yfirstandandi efnahagskreppu og jafnvel aukið hann. Heimildin gæti sérstaklega nýst félagasamtökum sem ekki hafa mannafla eða rekstrarfé til umfangsmikilla fjársafnana. Aðrar tillögur geta einnig skipt miklu fyrir þá lögaðila sem verja hagnaði sínum eingöngu til almannaheilla og hafa það að eina markmiði sínu. Gert er ráð fyrir að þeir séu undaþegnir greiðslu tekjuskatts af fjármagnstekjum og að undaþáguákvæði laga um virðisaukaskatt er snýr að góðgerðarstarfsemi verði endurskoðað. Um aðrar tillögur og nánari útfærslu á þeim er vísað í ágæta skýrslu starfshópsins. Það er ótvírætt að þær tillögur sem nú liggja á borði fjármálaráðherra geta skipt sköpum fyrir rekstrarskilyrði félagasamtaka. Ég hvet stjórnvöld eindregið til að leggja fram í næsta aðgerðapakka áætlanir um framkvæmd þessara tillagna og með því styðja við starf félagasamtaka sem verður aldrei mikilvægara en á komandi misserum. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar H. Kristmundsson Félagasamtök Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Nýliðinn vetur hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum almannaheillasamtaka sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Landsbjörg og Rauði krossinn hafa „staðið vaktina“ eins og áður en jafnframt hafa fjölmörg önnur félög og sjálfseignarstofnanir gegnt mikilvægu hlutverki í að mæta breyttum þörfum samfélagins. Á næstu misserum mun reyna enn meira á starf almannaheillasamtaka ekki síst samtaka sem veita aðstoð þeim sem teljast til viðkvæmra hópa. Á sama tíma er hætta á að tekjur muni skerðast til muna. Til að vega upp á móti skiptir miklu að skattaálögur á starfsemi þeirra séu í lágmarki og skattaívilnanir hvetji til stuðnings við þau. Nýlegar tillögur starfshóps fjármálaráðherra um breytingar á skattlagningu á starfsemi sem fellur undir þriðja geirann eru tímamótatillögur í þessum efnum. Í skýrslu starfshópsins segir að rétt sé að lögfesta nýja skattalega hvata til að stuðla enn frekar að eflingu almannaheillasamtaka. Með þeim megi efla skattaleg og rekstrarleg skilyrði og færa þau nær þeim ívilnunum sem fyrir hendi eru í nágrannalöndunum. Samtök innan þriðja geirans afla tekna með ýmsum hætti allt eftir viðfangsefnum þeirra. Þannig er algengast að félagasamtök sem reka opinbera velferðarþjónustu byggi afkomu sína að verulegu leyti á þjónustusamningum en einnig á sjálfsaflafé. Stór hópur félagasamtaka, svo sem íþróttafélög sem reka meðlimatengda starfsemi, eru oftar en ekki með samsetta tekjustofna, svo sem æfinga- og félagsgjöld, framlög frá sveitarfélögum, tekjur af getraunum og happdrætti o.s.frv. Þau félagasamtök sem hafa að meginhlutverki að vinna að margvíslegri hagsmunabaráttu byggja oft afkomu sína á félagsgjöldum og stuðningi frá hinu opinbera. Rekstrarumfang félagasamtaka er afar breytilegt, hjá sumum þeirra er rekstur lítill og starf unnið að mestu af sjálfboðaliðum en hjá öðrum á við meðalstór fyrirtæki. Tekjur fara einnig eftir aldri félags. Algengast er að félög byggi í byrjun á framlagi sjálfboðaliða og verkefnastyrkjum frá opinberum aðilum eða samfélagssjóðum fyrirtækja. Erfitt er að áætla með vissu hversu neikvæð áhrif núverandi efnahagskreppu verða á starfsemi félagasamtaka. Þó er ljóst að áhrifin eru háð því hvaðan bjargir þeirra koma. Í efnahagskreppum virðist algengt að framlög stjórnvalda dragist saman en hversu mikið er háð fjölmörgum þáttum, m.a. því hvort stjórnvöld ætli þriðja geiranum sérstakt hlutverk á tímum efnahagssamdráttar. Framlög frá einkafyrirtækjum haldast augljóslega í hendur við afkomu þeirra og munu því að öllum líkindum dragast mikið saman. Miðað við alþjóðlegar rannsóknir er ekki sjálfgefið að framlög almennings í sérstökum fjársöfnunum eða í formi reglubundins stuðning minnki verulega. Í athugun sem gerð var meðal íslenskra velferðarsamtaka 2009, ári eftir hrunið, kom í ljós að á sama tíma og verulegur samdráttur varð á framlögum frá fyrirtækjum urðu óverulegar breytingar á fjárstuðningi almennings. Í tillögum starfshópsins er m.a. gert ráð fyrir að einstaklingum verði gert heimilt að draga frá tekjum sínum gjafir og framlög upp að tilteknu hámarki. Þetta getur skipt miklu við að halda óbreyttum stuðningi almennings í yfirstandandi efnahagskreppu og jafnvel aukið hann. Heimildin gæti sérstaklega nýst félagasamtökum sem ekki hafa mannafla eða rekstrarfé til umfangsmikilla fjársafnana. Aðrar tillögur geta einnig skipt miklu fyrir þá lögaðila sem verja hagnaði sínum eingöngu til almannaheilla og hafa það að eina markmiði sínu. Gert er ráð fyrir að þeir séu undaþegnir greiðslu tekjuskatts af fjármagnstekjum og að undaþáguákvæði laga um virðisaukaskatt er snýr að góðgerðarstarfsemi verði endurskoðað. Um aðrar tillögur og nánari útfærslu á þeim er vísað í ágæta skýrslu starfshópsins. Það er ótvírætt að þær tillögur sem nú liggja á borði fjármálaráðherra geta skipt sköpum fyrir rekstrarskilyrði félagasamtaka. Ég hvet stjórnvöld eindregið til að leggja fram í næsta aðgerðapakka áætlanir um framkvæmd þessara tillagna og með því styðja við starf félagasamtaka sem verður aldrei mikilvægara en á komandi misserum. Höfundur er prófessor.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun