Ábyrgð á pakkaferðum er tímaskekkja Þórir Garðarsson skrifar 2. apríl 2020 11:00 Lög um pakkaferðir eru í dag einhver mesta tímaskekkja sem þekkist á neytendamarkaði. Sú ábyrgð er sett á ferðaskrifstofur að setja belti og axlabönd á kaupendur pakkaferða, þannig að þeir haldi að þeir séu gulltryggðir ef eitthvað fer úrskeiðis. Með þessum lögum gerir ríkisvaldið kröfur um viðskiptaöryggi sem gengur miklu lengra en þekkist almennt í viðskiptalífinu. Bílasali þarf enga tryggingu að setja fyrir því að viðskiptavinurinn fái bílinn afhendan, þó greiðsla hafi verið innt af hendi. Fyrirtæki sem byggir hús og selur er ekki krafið um tryggingu fyrir því að innborgun á verk skili sér til kaupandans. Hvers vegna ætti ferðaskrifstofa að leggja eigið fé að veði eða kaupa dýra tryggingu til að ferðafólk fái umsamda þjónustu þegar aðrar ódýrari og skilvirkari leiðir eru færar? Falskt öryggi Lögin um pakkaferðatryggingar geta veitt falskt öryggi. Þeir sem skipuleggja ferðir sínar sjálfir, bóka flug, hótel, bílaleigubíla, skoðunarferðir og annað ferðatengt fá ekki þessa ábyrgð. Enda þurfa þeir ekki á henni að halda þar sem kaupendur ferðaþjónustu njóta annarra víðtækra trygginga t.d. þegar þeir borga með kreditkortum. Þeir geta líka keypt forfalla- eða ferðatryggingar og oft eru ferðatryggingar innifaldar í heimilistryggingu. Það eru margar leiðir til að tryggja endurgreiðslu ef ferðamönnum tekst ekki að nýta fyrirframgreidda þjónustu. Þetta öryggi getur að sjálfsögðu einnig átt við um kaup á pakkaferðum. Sérstök ábyrgðartrygging í umsjá og eftirliti stjórnvalda er algjörlega óþarfi. Það sást vel þegar ferðaskrifstofa sem var svipt leyfi í desember síðastliðnum að viðskipavinir hennar fengu aðeins 10% af tapi sínu greitt úr ábyrgðartryggingunni. Arfleifð horfinna tíma Þessar lögbundnu ferðaskrifstofutryggingar eru arfleifð frá því fyrir mörgum áratugum þegar pakkaferðir í leiguflugi voru algengasti ferðamátinn og ferðalangar nánast bjargarlausir ef ferðaskrifstofa gat ekki staðið við afhendingu þjónustunnar og varð gjaldþrota. Þá kom ríkið til skjalanna með heimflutning og aðrar reddingar. Skekkir samkeppnisstöðuna Sjálfsagt geta flestir fallist á að óþarfi sé að skekkja samkeppnisstöðu ferðaskrifstofa með þessum kostnaðarsömu og óþörfu kröfum um ábyrgðartryggingar sem aðrir þurfa ekki að burðast með. En þá kemur að fjallgarðinum. Íslensku lögin um þetta byggjast á innleiðingu tilskipunar ESB frá 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ísland neyðist til að burðast með þessar kröfur þangað til Evrópusambandið breytir þeim. Þar kemur að Guðlaugi Þór Einhverjum þætti það bratt fyrir Íslendinga að reyna að vinda ofan af Evrópureglum af því tagi sem margir halda ranglega að bæti neytendavernd en vinnur í raun gegn samkeppni. Að mínu mati er þetta verðugt viðfangsefni fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, enda efa ég ekki eitt augnablik að þessar reglur teljast jafn vitlausar í öðrum Evrópulöndum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti að skaðlausu setja öflugan mannskap í þetta verkefni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Neytendur Alþingi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Lög um pakkaferðir eru í dag einhver mesta tímaskekkja sem þekkist á neytendamarkaði. Sú ábyrgð er sett á ferðaskrifstofur að setja belti og axlabönd á kaupendur pakkaferða, þannig að þeir haldi að þeir séu gulltryggðir ef eitthvað fer úrskeiðis. Með þessum lögum gerir ríkisvaldið kröfur um viðskiptaöryggi sem gengur miklu lengra en þekkist almennt í viðskiptalífinu. Bílasali þarf enga tryggingu að setja fyrir því að viðskiptavinurinn fái bílinn afhendan, þó greiðsla hafi verið innt af hendi. Fyrirtæki sem byggir hús og selur er ekki krafið um tryggingu fyrir því að innborgun á verk skili sér til kaupandans. Hvers vegna ætti ferðaskrifstofa að leggja eigið fé að veði eða kaupa dýra tryggingu til að ferðafólk fái umsamda þjónustu þegar aðrar ódýrari og skilvirkari leiðir eru færar? Falskt öryggi Lögin um pakkaferðatryggingar geta veitt falskt öryggi. Þeir sem skipuleggja ferðir sínar sjálfir, bóka flug, hótel, bílaleigubíla, skoðunarferðir og annað ferðatengt fá ekki þessa ábyrgð. Enda þurfa þeir ekki á henni að halda þar sem kaupendur ferðaþjónustu njóta annarra víðtækra trygginga t.d. þegar þeir borga með kreditkortum. Þeir geta líka keypt forfalla- eða ferðatryggingar og oft eru ferðatryggingar innifaldar í heimilistryggingu. Það eru margar leiðir til að tryggja endurgreiðslu ef ferðamönnum tekst ekki að nýta fyrirframgreidda þjónustu. Þetta öryggi getur að sjálfsögðu einnig átt við um kaup á pakkaferðum. Sérstök ábyrgðartrygging í umsjá og eftirliti stjórnvalda er algjörlega óþarfi. Það sást vel þegar ferðaskrifstofa sem var svipt leyfi í desember síðastliðnum að viðskipavinir hennar fengu aðeins 10% af tapi sínu greitt úr ábyrgðartryggingunni. Arfleifð horfinna tíma Þessar lögbundnu ferðaskrifstofutryggingar eru arfleifð frá því fyrir mörgum áratugum þegar pakkaferðir í leiguflugi voru algengasti ferðamátinn og ferðalangar nánast bjargarlausir ef ferðaskrifstofa gat ekki staðið við afhendingu þjónustunnar og varð gjaldþrota. Þá kom ríkið til skjalanna með heimflutning og aðrar reddingar. Skekkir samkeppnisstöðuna Sjálfsagt geta flestir fallist á að óþarfi sé að skekkja samkeppnisstöðu ferðaskrifstofa með þessum kostnaðarsömu og óþörfu kröfum um ábyrgðartryggingar sem aðrir þurfa ekki að burðast með. En þá kemur að fjallgarðinum. Íslensku lögin um þetta byggjast á innleiðingu tilskipunar ESB frá 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ísland neyðist til að burðast með þessar kröfur þangað til Evrópusambandið breytir þeim. Þar kemur að Guðlaugi Þór Einhverjum þætti það bratt fyrir Íslendinga að reyna að vinda ofan af Evrópureglum af því tagi sem margir halda ranglega að bæti neytendavernd en vinnur í raun gegn samkeppni. Að mínu mati er þetta verðugt viðfangsefni fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, enda efa ég ekki eitt augnablik að þessar reglur teljast jafn vitlausar í öðrum Evrópulöndum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti að skaðlausu setja öflugan mannskap í þetta verkefni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun