Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. apríl 2020 23:30 Bílastæðin við Gullfoss, sem alla jafnan eru full af rútum, eru nær tóm þessa dagana. Einu bílarnir sem mátti finna þar í dag voru bílar iðnaðarmanna sem voru að vinna á svæðinu. Vísir/Egill Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér. „Það er náttúrulega mikil óvissa eins og víða þar sem að ferðaþjónustan er svona stór atvinnugrein. Það er þannig að Vinnumálastofnun spáir því að hér verði 26% atvinnuleysi í apríl og það hefur mikil áhrif á samfélagið. Það eru gríðarlega mörg störf í ferðaþjónustunni,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitastjóri Bláskógabyggðar en hún segir hrun í ferðaþjónstu bitna illa á mörgum íbúum sveitarfélagsins.Vísir/Egill Ferðamönnum um svæðið hefur fjölgað ört síðustu ár og segir Ásta höggið því nú mikið. „Við erum náttúrulega að fá á þetta svæði stóran hluta af þeim ferðamönnum sem hafa verið að koma til landsins. Þeir hafa verið yfir milljón síðustu ár. Langflestir fara Gullna hringinn eða einhvern hluta af honum. Koma á Þingvelli eða á Gullfoss og Geysi. Þannig að við erum svona að fá ansi stóran hluta af þeim sem á annað borð koma til landsins til okkar.“ Það þykja nú tíðindi að sjá ferðamenn Yfirleitt hafa bílastæðin við Þingvelli, Gullfoss og Geysi verið yfirfull og rútur flutt þangað á hverjum degi þúsundir ferðamanna. Ásta segir það nú sjaldgæfa sjón að sjá rútur við þessa staði og hvað þá rekast á ferðamenn þar en í dag mátti finna hvorugt. „Maður heyrir af einum og einum.“ Kristján Traustason er framkvæmdastjóri veitingastaðarins Geysir Glíma en hann segir fækkun ferðamanna hafa haft mikil áhrif á reksturinn.Vísir/Egill Flestir veitingastaðir á svæðinu eru lokaðir en einn og einn hefur þó reynt að bjóða upp á mat þrátt fyrir samkomubannið. „Það er búið að vera mjög mjög rólegt hjá okkur. Þetta er alveg mjög mikill samdráttur frá því í fyrra og árið áður,“ segir Kristján Traustason framkvæmdastjóri veitingastaðarins Geysir Glíma. „Þetta er bara ömurlegt“ Fáir voru á ferli við Geysi í dag.Vísir/Egill Kokkurinn á staðnum er vanur að standa í ströngu alla daga en núna koma aðeins örfáir gestir. „Þetta verða svona tuttugu manns eða eitthvað svoleiðis í dag í staðin fyrir tvö hundruð venjulega,“ segir Heiðar Ragnarsson kokkur á veitingastaðnum Geysir Glíma. Heiðar hefur starfað á staðnum í tuttugu og þrjú ár og segir það sérkennilega tilfinningu að sjá svæðið við Geysi nær mannlaust alla daga. „Þetta er ekki gaman. Þetta er bara ömurlegt,“ Njóta náttúrunnar betur nú Birna Guðmundsdóttir skoðaði Kerið í dag ásamt fjölskyldu sinni en þau nutu þess að vera ein á svæðinu.Vísir/Egill Þeir einu sem leggja leið sína að ferðamannastöðunum þessa dagana eru Íslendingar eða útlendingar búsettir hér á landi. Þeir koma helst um helgar og því jafnan fáir á ferli á virkum dögum. Margir kunna því vel að ferðast um landið nú. „Við erum bara að njóta náttúrunnar loksins túristalaus og upplifa þetta á ný eins og þetta var þegar maður var lítill,“ segir Birna Guðmundsdóttir sem var naut þess að skoða Kerið í Grímsnesinu í dag með fjölskyldu sinni. Hún segir miklu betra að ferðast nú en oft síðustu ár þegar vart hefur verið þverfótað fyrir ferðamönnum víða. „Maður líka nýtur sín betur.“ Þessi fækkun ferðamanna hefur auðveldað störf smiða sem eru að vinna að því að laga svæðið við Geysi og leggja þar göngustíga. Þeir segja að ef fjöldi ferðamanna væri nú, líkt og jafnan er, þá yrði flókið að leggja stígana. „Mjög erfitt. Við þyrftum að girða okkur af til að fá vinnufrið,“ segir Egill Nielsen smiður. Gera ráð fyrir að þurfa að byggja upp aftur Gullfoss er ein af þeim náttúruperlum sem flestir erlendir ferðamenn vilja sjá þegar þeir koma til landsinsVísir/Egill „Við auðvitað gerum ekki ráð fyrir því að hér komi milljón ferðamenn um leið og verður opnað fyrir samgöngur. Við erum svolítið kannski að fara nokkur ár aftur í tímann og byrja með nokkur hundruð þúsund ferðamenn kannski og reyna svo þróast áfram en við vonum Ísland verði áfram vinsæll og heitur ferðamannastaður,“ segir Ásta. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. 27. apríl 2020 17:59 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér. „Það er náttúrulega mikil óvissa eins og víða þar sem að ferðaþjónustan er svona stór atvinnugrein. Það er þannig að Vinnumálastofnun spáir því að hér verði 26% atvinnuleysi í apríl og það hefur mikil áhrif á samfélagið. Það eru gríðarlega mörg störf í ferðaþjónustunni,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitastjóri Bláskógabyggðar en hún segir hrun í ferðaþjónstu bitna illa á mörgum íbúum sveitarfélagsins.Vísir/Egill Ferðamönnum um svæðið hefur fjölgað ört síðustu ár og segir Ásta höggið því nú mikið. „Við erum náttúrulega að fá á þetta svæði stóran hluta af þeim ferðamönnum sem hafa verið að koma til landsins. Þeir hafa verið yfir milljón síðustu ár. Langflestir fara Gullna hringinn eða einhvern hluta af honum. Koma á Þingvelli eða á Gullfoss og Geysi. Þannig að við erum svona að fá ansi stóran hluta af þeim sem á annað borð koma til landsins til okkar.“ Það þykja nú tíðindi að sjá ferðamenn Yfirleitt hafa bílastæðin við Þingvelli, Gullfoss og Geysi verið yfirfull og rútur flutt þangað á hverjum degi þúsundir ferðamanna. Ásta segir það nú sjaldgæfa sjón að sjá rútur við þessa staði og hvað þá rekast á ferðamenn þar en í dag mátti finna hvorugt. „Maður heyrir af einum og einum.“ Kristján Traustason er framkvæmdastjóri veitingastaðarins Geysir Glíma en hann segir fækkun ferðamanna hafa haft mikil áhrif á reksturinn.Vísir/Egill Flestir veitingastaðir á svæðinu eru lokaðir en einn og einn hefur þó reynt að bjóða upp á mat þrátt fyrir samkomubannið. „Það er búið að vera mjög mjög rólegt hjá okkur. Þetta er alveg mjög mikill samdráttur frá því í fyrra og árið áður,“ segir Kristján Traustason framkvæmdastjóri veitingastaðarins Geysir Glíma. „Þetta er bara ömurlegt“ Fáir voru á ferli við Geysi í dag.Vísir/Egill Kokkurinn á staðnum er vanur að standa í ströngu alla daga en núna koma aðeins örfáir gestir. „Þetta verða svona tuttugu manns eða eitthvað svoleiðis í dag í staðin fyrir tvö hundruð venjulega,“ segir Heiðar Ragnarsson kokkur á veitingastaðnum Geysir Glíma. Heiðar hefur starfað á staðnum í tuttugu og þrjú ár og segir það sérkennilega tilfinningu að sjá svæðið við Geysi nær mannlaust alla daga. „Þetta er ekki gaman. Þetta er bara ömurlegt,“ Njóta náttúrunnar betur nú Birna Guðmundsdóttir skoðaði Kerið í dag ásamt fjölskyldu sinni en þau nutu þess að vera ein á svæðinu.Vísir/Egill Þeir einu sem leggja leið sína að ferðamannastöðunum þessa dagana eru Íslendingar eða útlendingar búsettir hér á landi. Þeir koma helst um helgar og því jafnan fáir á ferli á virkum dögum. Margir kunna því vel að ferðast um landið nú. „Við erum bara að njóta náttúrunnar loksins túristalaus og upplifa þetta á ný eins og þetta var þegar maður var lítill,“ segir Birna Guðmundsdóttir sem var naut þess að skoða Kerið í Grímsnesinu í dag með fjölskyldu sinni. Hún segir miklu betra að ferðast nú en oft síðustu ár þegar vart hefur verið þverfótað fyrir ferðamönnum víða. „Maður líka nýtur sín betur.“ Þessi fækkun ferðamanna hefur auðveldað störf smiða sem eru að vinna að því að laga svæðið við Geysi og leggja þar göngustíga. Þeir segja að ef fjöldi ferðamanna væri nú, líkt og jafnan er, þá yrði flókið að leggja stígana. „Mjög erfitt. Við þyrftum að girða okkur af til að fá vinnufrið,“ segir Egill Nielsen smiður. Gera ráð fyrir að þurfa að byggja upp aftur Gullfoss er ein af þeim náttúruperlum sem flestir erlendir ferðamenn vilja sjá þegar þeir koma til landsinsVísir/Egill „Við auðvitað gerum ekki ráð fyrir því að hér komi milljón ferðamenn um leið og verður opnað fyrir samgöngur. Við erum svolítið kannski að fara nokkur ár aftur í tímann og byrja með nokkur hundruð þúsund ferðamenn kannski og reyna svo þróast áfram en við vonum Ísland verði áfram vinsæll og heitur ferðamannastaður,“ segir Ásta.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. 27. apríl 2020 17:59 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. 27. apríl 2020 17:59