Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2020 22:00 Pálmar Ragnarsson hlakkar til að hitta iðkendur sína aftur í næstu viku eftir hið óvænta hlé. MYND/STÖÐ 2 SPORT Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. „Þvílíkt sem að við erum spennt hérna í Valsheimilinu að fara að byrja aftur,“ segir Pálmar í Sportinu í dag, en yngri flokkar mega hefja æfingar að nýju 4. maí eftir að hafa verið í fríi vegna samkomubanns af völdum kórónuveirufaraldursins. Pálmar, sem einnig hefur þjálfað börn hjá KR og Fjölni, segir mikilvægt að fá krakka aftur á æfingar fyrir sumarfríið: „Það er algjört lykilatriði að fá þau inn núna áður en tímabilið formlega klárast, sem ætti að vera í lok maí hjá okkur. Það að ná þeim inn aftur núna og enda tímabilið almennilega, taka góðar æfingar áður en fólk fer í sumarfrí, er lykilatriði til að ná þeim inn næsta haust held ég.“ Pálmar segir ljóst að margir krakkar séu orðnir ansi óþreyjufullir að fá að mæta aftur í íþróttasalinn eftir hið óvænta hlé: „Maður bjóst ekki við þessu. Þetta kom aftan að manni. Tveimur vikum áður sá maður aldrei fyrir að þetta væri bara að fara að enda og að engar æfingar yrðu í einhverja mánuði. Auðvitað var þetta erfitt og krökkunum hefur fundist þetta mjög erfitt. Ég er búinn að heyra sögur af mínum börnum heima hjá sér að springa gjörsamlega úr orku sem þau vantar að losna við, og er erfitt að losna við nema í íþróttasalnum. Ég er með svo ung börn, sjö ára og yngri, að þau fara ekki endilega ein út að leika sér um allt,“ segir Pálmar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Æfingar barna að hefjast að nýju Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Krakkar Valur Sportið í dag Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. „Þvílíkt sem að við erum spennt hérna í Valsheimilinu að fara að byrja aftur,“ segir Pálmar í Sportinu í dag, en yngri flokkar mega hefja æfingar að nýju 4. maí eftir að hafa verið í fríi vegna samkomubanns af völdum kórónuveirufaraldursins. Pálmar, sem einnig hefur þjálfað börn hjá KR og Fjölni, segir mikilvægt að fá krakka aftur á æfingar fyrir sumarfríið: „Það er algjört lykilatriði að fá þau inn núna áður en tímabilið formlega klárast, sem ætti að vera í lok maí hjá okkur. Það að ná þeim inn aftur núna og enda tímabilið almennilega, taka góðar æfingar áður en fólk fer í sumarfrí, er lykilatriði til að ná þeim inn næsta haust held ég.“ Pálmar segir ljóst að margir krakkar séu orðnir ansi óþreyjufullir að fá að mæta aftur í íþróttasalinn eftir hið óvænta hlé: „Maður bjóst ekki við þessu. Þetta kom aftan að manni. Tveimur vikum áður sá maður aldrei fyrir að þetta væri bara að fara að enda og að engar æfingar yrðu í einhverja mánuði. Auðvitað var þetta erfitt og krökkunum hefur fundist þetta mjög erfitt. Ég er búinn að heyra sögur af mínum börnum heima hjá sér að springa gjörsamlega úr orku sem þau vantar að losna við, og er erfitt að losna við nema í íþróttasalnum. Ég er með svo ung börn, sjö ára og yngri, að þau fara ekki endilega ein út að leika sér um allt,“ segir Pálmar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Æfingar barna að hefjast að nýju Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Krakkar Valur Sportið í dag Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira