Flugmaður sem missti vinnuna hjá Icelandair: „Að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 21:00 Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair í fimmtán ár. Hún er ein af þeim rúmlega 2000 starfsmönnum fyrirtækisins sem misstu vinnuna í gær. Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58
Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00
Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent