Gray Line segir upp 91 prósenti starfsfólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 15:11 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland. Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, mun segja upp 107 starfsmönnum. Samkvæmt Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, störfuðu 117 hjá fyrirtækinu og er því um að ræða um 91 prósent allra starfsmanna Gray Line. Þórir hefur sagt viðbúið að Gray Line, rétt eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, þyrfti að grípa til aðgerða vegna þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í geiranum á síðustu vikum og mánuðum. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Starfsfólk hafi leitað allra leiða til að koma fyrirtækinu í gegnum skaflinn, boðist til að fara í launalaus leyfi o.s.frv., en meira hafi þurft að koma til. „Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ sagði Þórir við Vísi í mars. Fyrirtækið er eitt fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sagt upp starfsfólki í dag, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það hyggðist greiða hluta af uppsagnafresti starfsmanna. Þannig var 150 sagt upp hjá Kynnsiferðum auk þess sem Iceland Travel réðst í stórtækar uppsaganir. Fríhöfnin fækkaði að sama skapi í starfsliði sínu um 30 manns og lækkaði starfshlutfall 100 annnarra. Er þá ótalin stærsta einstaka fjöldauppsögn Íslandssögunnar þegar Icelandair sagði upp tvö þúsund starfsmönnum í gær. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04 Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, mun segja upp 107 starfsmönnum. Samkvæmt Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, störfuðu 117 hjá fyrirtækinu og er því um að ræða um 91 prósent allra starfsmanna Gray Line. Þórir hefur sagt viðbúið að Gray Line, rétt eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, þyrfti að grípa til aðgerða vegna þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í geiranum á síðustu vikum og mánuðum. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Starfsfólk hafi leitað allra leiða til að koma fyrirtækinu í gegnum skaflinn, boðist til að fara í launalaus leyfi o.s.frv., en meira hafi þurft að koma til. „Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ sagði Þórir við Vísi í mars. Fyrirtækið er eitt fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sagt upp starfsfólki í dag, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það hyggðist greiða hluta af uppsagnafresti starfsmanna. Þannig var 150 sagt upp hjá Kynnsiferðum auk þess sem Iceland Travel réðst í stórtækar uppsaganir. Fríhöfnin fækkaði að sama skapi í starfsliði sínu um 30 manns og lækkaði starfshlutfall 100 annnarra. Er þá ótalin stærsta einstaka fjöldauppsögn Íslandssögunnar þegar Icelandair sagði upp tvö þúsund starfsmönnum í gær.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04 Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04
Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54