Gray Line segir upp 91 prósenti starfsfólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 15:11 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland. Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, mun segja upp 107 starfsmönnum. Samkvæmt Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, störfuðu 117 hjá fyrirtækinu og er því um að ræða um 91 prósent allra starfsmanna Gray Line. Þórir hefur sagt viðbúið að Gray Line, rétt eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, þyrfti að grípa til aðgerða vegna þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í geiranum á síðustu vikum og mánuðum. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Starfsfólk hafi leitað allra leiða til að koma fyrirtækinu í gegnum skaflinn, boðist til að fara í launalaus leyfi o.s.frv., en meira hafi þurft að koma til. „Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ sagði Þórir við Vísi í mars. Fyrirtækið er eitt fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sagt upp starfsfólki í dag, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það hyggðist greiða hluta af uppsagnafresti starfsmanna. Þannig var 150 sagt upp hjá Kynnsiferðum auk þess sem Iceland Travel réðst í stórtækar uppsaganir. Fríhöfnin fækkaði að sama skapi í starfsliði sínu um 30 manns og lækkaði starfshlutfall 100 annnarra. Er þá ótalin stærsta einstaka fjöldauppsögn Íslandssögunnar þegar Icelandair sagði upp tvö þúsund starfsmönnum í gær. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04 Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, mun segja upp 107 starfsmönnum. Samkvæmt Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, störfuðu 117 hjá fyrirtækinu og er því um að ræða um 91 prósent allra starfsmanna Gray Line. Þórir hefur sagt viðbúið að Gray Line, rétt eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, þyrfti að grípa til aðgerða vegna þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í geiranum á síðustu vikum og mánuðum. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Starfsfólk hafi leitað allra leiða til að koma fyrirtækinu í gegnum skaflinn, boðist til að fara í launalaus leyfi o.s.frv., en meira hafi þurft að koma til. „Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ sagði Þórir við Vísi í mars. Fyrirtækið er eitt fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sagt upp starfsfólki í dag, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það hyggðist greiða hluta af uppsagnafresti starfsmanna. Þannig var 150 sagt upp hjá Kynnsiferðum auk þess sem Iceland Travel réðst í stórtækar uppsaganir. Fríhöfnin fækkaði að sama skapi í starfsliði sínu um 30 manns og lækkaði starfshlutfall 100 annnarra. Er þá ótalin stærsta einstaka fjöldauppsögn Íslandssögunnar þegar Icelandair sagði upp tvö þúsund starfsmönnum í gær.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04 Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04
Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54