Þjálfarinn lét hann velja á milli markametsins og Íslandsmeistaratitilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 17:00 Guðmundur Torfason fagnar Íslandsmeistaratitlinum 1986 á síðum Tímans. Mynd/Tíminn Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar. Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar.
Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira