Þjálfarinn lét hann velja á milli markametsins og Íslandsmeistaratitilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 17:00 Guðmundur Torfason fagnar Íslandsmeistaratitlinum 1986 á síðum Tímans. Mynd/Tíminn Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar. Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar.
Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð