Veltir upp hugmyndinni um að ríkið eignist ráðandi hlut í Icelandair Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2020 12:05 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram hugleiðingar sínar um Icelandair í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Þar varpaði hann fram þeirri spurningu hvort réttast væri hreinlega að ríkið eignaðist ráðandi hlut í Icelandair Group í ljósi þess að félagið sé þjóðhagslega mikilvægt. Fjöldauppsagnir voru tilkynntar hjá félaginu í gær. Raunar var um að ræða stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. „Í gær var ákveðið að fjármagna uppsagnir þess fyrirtækis með allt að 7 milljörðum af skattfé og er sá styrkur í raun helmingur af núverandi markaðsvirði Icelandair sem er núna undir 14 milljörðum kr.“ skrifar Ágúst sem spyr hvort ekki hefði verið nær að ríkið eignaðist hlut samhliða ríkisaðstoðinni. Hann vísar í fordæmi hjá evrópskum þjóðum og á Nýja-Sjálandi máli sínu til stuðnings. Þannig á finnska ríkið ráðandi hlut í Finnair, Hollenska ríkið í KLM og franska ríkið í Air France. Þá séu þýsk stjórnvöld að íhuga kaup í Lufthansa. „Við sem þjóð stöndum nú frammi fyrir neyðarástandi eins og í bankahruninu en þá yfirtókum við bankana, lífæð okkar í fjármálum. Nú er annað þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki að riða til falls, fyrirtæki sem er lífæð okkar í samgöngum,“ skrifar Ágúst. Með eignarhlut ríkisins í Icelandair væri hægt að verja störf og starfsemi. Þá gæti almenningur hagnast á öflugu flugfélagi sem gæti náð flugi á nýjan leik, hratt og örugglega. Fréttir af flugi Icelandair Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. 29. apríl 2020 07:45 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram hugleiðingar sínar um Icelandair í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Þar varpaði hann fram þeirri spurningu hvort réttast væri hreinlega að ríkið eignaðist ráðandi hlut í Icelandair Group í ljósi þess að félagið sé þjóðhagslega mikilvægt. Fjöldauppsagnir voru tilkynntar hjá félaginu í gær. Raunar var um að ræða stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. „Í gær var ákveðið að fjármagna uppsagnir þess fyrirtækis með allt að 7 milljörðum af skattfé og er sá styrkur í raun helmingur af núverandi markaðsvirði Icelandair sem er núna undir 14 milljörðum kr.“ skrifar Ágúst sem spyr hvort ekki hefði verið nær að ríkið eignaðist hlut samhliða ríkisaðstoðinni. Hann vísar í fordæmi hjá evrópskum þjóðum og á Nýja-Sjálandi máli sínu til stuðnings. Þannig á finnska ríkið ráðandi hlut í Finnair, Hollenska ríkið í KLM og franska ríkið í Air France. Þá séu þýsk stjórnvöld að íhuga kaup í Lufthansa. „Við sem þjóð stöndum nú frammi fyrir neyðarástandi eins og í bankahruninu en þá yfirtókum við bankana, lífæð okkar í fjármálum. Nú er annað þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki að riða til falls, fyrirtæki sem er lífæð okkar í samgöngum,“ skrifar Ágúst. Með eignarhlut ríkisins í Icelandair væri hægt að verja störf og starfsemi. Þá gæti almenningur hagnast á öflugu flugfélagi sem gæti náð flugi á nýjan leik, hratt og örugglega.
Fréttir af flugi Icelandair Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. 29. apríl 2020 07:45 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. 29. apríl 2020 07:45
Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01
Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12