Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 11:46 Árni Gunnarsson forstjóri Icelandair Connect. Vísir/Egill Ferðaskipuleggjandinn Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Iceland Travel, má rekja uppsagnirnar til hins „algjöra tekjufalls“ sem orðið hefur í ferðaþjónustu vegna yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrirtækið hafði þegar lækkað starfshlutfall starfsmanna sinna en í pósti Árna til starfsfólks í dag segir hann að ekki verði hjá uppsögnum komist. „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ skrifar Árni. Samhliða þessu verður mannauðssvið Iceland Travel lagt niður og upplýsingatæknideild félagsins verður sameinuð upplýsingatæknisviði Icelandair. Breytingarnar fela einnig í sér að framleiðsla og rekstur sameinast undir stjórn Berglaugar Skúladóttur. „Ferðaþjónusta í öllum heiminum á undir högg að sækja og við ekki undanskilin þar en þegar rofar til veit ég að Ísland mun koma sterkt inn sem áfangastaður og Iceland Travel mun ná að vaxa aftur þegar þar að kemur,“ skrifar Árni. Vísir reyndi að ná í Árna í morgun án árangurs. Viðbúið var að ferðaþjónustufyrirtæki myndu segja upp starfsfólki um þessi mánaðamót. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um 150 uppsagnir í morgun, 30 var sagt upp hjá Fríhöfninni, auk þess sem Icelandair sögðu rúmlega 2000 manns upp störfum í gær í stærstu einstöku hópuppsögn Íslandssögunnar. Það sem af er degi hafa Vinnumálastofnun borist 8 tilkynningar um uppsagnir þar sem 265 hefur verið sagt upp störfum. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Ferðaskipuleggjandinn Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Iceland Travel, má rekja uppsagnirnar til hins „algjöra tekjufalls“ sem orðið hefur í ferðaþjónustu vegna yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrirtækið hafði þegar lækkað starfshlutfall starfsmanna sinna en í pósti Árna til starfsfólks í dag segir hann að ekki verði hjá uppsögnum komist. „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ skrifar Árni. Samhliða þessu verður mannauðssvið Iceland Travel lagt niður og upplýsingatæknideild félagsins verður sameinuð upplýsingatæknisviði Icelandair. Breytingarnar fela einnig í sér að framleiðsla og rekstur sameinast undir stjórn Berglaugar Skúladóttur. „Ferðaþjónusta í öllum heiminum á undir högg að sækja og við ekki undanskilin þar en þegar rofar til veit ég að Ísland mun koma sterkt inn sem áfangastaður og Iceland Travel mun ná að vaxa aftur þegar þar að kemur,“ skrifar Árni. Vísir reyndi að ná í Árna í morgun án árangurs. Viðbúið var að ferðaþjónustufyrirtæki myndu segja upp starfsfólki um þessi mánaðamót. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um 150 uppsagnir í morgun, 30 var sagt upp hjá Fríhöfninni, auk þess sem Icelandair sögðu rúmlega 2000 manns upp störfum í gær í stærstu einstöku hópuppsögn Íslandssögunnar. Það sem af er degi hafa Vinnumálastofnun borist 8 tilkynningar um uppsagnir þar sem 265 hefur verið sagt upp störfum.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40