Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 10:40 Kynnisferðir halda m.a. úti hópbifreiðaakstri undir merkjum Reykjavík Excursions. Vísir/vilhelm Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira