Charles Barkley sagði sögur af Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 08:30 Michael Jordan og Charles Barkley mættust í lokaúrslitunum árið 1993. Getty/Icon Sportswire Charles Barkley og hinn heimsfrægi þjálfari John Calipari töluðu saman á ESPN í gær og fóru þar yfir sögur af hinum magnaða Michael Jordan sem flestir telja vera besta körfuboltamann sögunnar. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir verið stjarna í NBA eða lítt þekktur bakvörður hjá Púertó Ríkó þegar kom að Michael Jordan. Það borgaði sig að spara yfirlýsingarnar. Keppnisskap Michael Jordan er engu líkt og þeir Barkley og Calipari komu með nokkur dæmi um það. There are plenty of good MJ golf stories going around recently....Charles Barkley adds the latest legendary golf story to Michael Jordan's resume on 'Coffee with Cal' https://t.co/vPDN2hvpeA— Swan Lake Golf Club (@SwanLake_GC) April 28, 2020 Fyrsta sagan var líklega sú fyndnasta af þeim öllum en hún sagði jafnframt svo mikið um hvernig Michael Jordan hugsaði og hegðaði sér. Skemmtilegasta saga Barkley snérist um Jordan daginn sem bandaríska landsliðið mætti Púertó Ríkó í undankeppni Ameríku fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Michael Jordan, Charles Barkley, David Robinson og þjálfarinn Chuck Daly fóru þá í golf um morguninn en Bandaríkin átti síðan að spila undanúrslitaleikinn um kvöldið. Eftir átján holur ætluðu þeir Daly, Barkley og Robinson að fara heim en Jordan var ekki búinn að fá nóg og vildi spila aðrar átján holur. Þegar Michael Jordan mætti svo í leikinn eftir 36 holur þá heimtaði hann að dekka leikstjórnanda Púertó Ríkó liðsins. Jordan gat vissulega dekkað leikstjórnendastöðuna vel en það kostaði oft mun meiri orku enda að gæta manns sem er mikið með boltann. Þess vegna þótti Chuck Daly það skrýtið að Jordan vildi ólmur fá það verkefni nýbúinn að klára 36 holur. Svarið við því kom hins vegar fljótt því umræddum leikstjórnandi Púertó Ríkó hafði verið með yfirlýsingar fyrir leikinn. Charles Barkley still has some big-time regrets about the 1993 NBA Finals."I've always been pissed at myself." https://t.co/mY92HhuoAA— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 28, 2020 Eins og Charles Barkley komst síðan að orði þá náði þessi litli bakvörður varla að rekja boltann í leiknum svo áköf var vörnin hjá Jordan sem leyfði honum ekki að komast neitt. Bandaríska liðið hafði tapað fyrir Púertó Ríkó árið á undan en þá án NBA leikmannanna. Að þessu sinni unnu Bandaríkjamenn 119-81. Charles Barkley og John Calipari fóru yfir fleiri sögur af Jordan og má sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Charles Barkley og hinn heimsfrægi þjálfari John Calipari töluðu saman á ESPN í gær og fóru þar yfir sögur af hinum magnaða Michael Jordan sem flestir telja vera besta körfuboltamann sögunnar. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir verið stjarna í NBA eða lítt þekktur bakvörður hjá Púertó Ríkó þegar kom að Michael Jordan. Það borgaði sig að spara yfirlýsingarnar. Keppnisskap Michael Jordan er engu líkt og þeir Barkley og Calipari komu með nokkur dæmi um það. There are plenty of good MJ golf stories going around recently....Charles Barkley adds the latest legendary golf story to Michael Jordan's resume on 'Coffee with Cal' https://t.co/vPDN2hvpeA— Swan Lake Golf Club (@SwanLake_GC) April 28, 2020 Fyrsta sagan var líklega sú fyndnasta af þeim öllum en hún sagði jafnframt svo mikið um hvernig Michael Jordan hugsaði og hegðaði sér. Skemmtilegasta saga Barkley snérist um Jordan daginn sem bandaríska landsliðið mætti Púertó Ríkó í undankeppni Ameríku fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Michael Jordan, Charles Barkley, David Robinson og þjálfarinn Chuck Daly fóru þá í golf um morguninn en Bandaríkin átti síðan að spila undanúrslitaleikinn um kvöldið. Eftir átján holur ætluðu þeir Daly, Barkley og Robinson að fara heim en Jordan var ekki búinn að fá nóg og vildi spila aðrar átján holur. Þegar Michael Jordan mætti svo í leikinn eftir 36 holur þá heimtaði hann að dekka leikstjórnanda Púertó Ríkó liðsins. Jordan gat vissulega dekkað leikstjórnendastöðuna vel en það kostaði oft mun meiri orku enda að gæta manns sem er mikið með boltann. Þess vegna þótti Chuck Daly það skrýtið að Jordan vildi ólmur fá það verkefni nýbúinn að klára 36 holur. Svarið við því kom hins vegar fljótt því umræddum leikstjórnandi Púertó Ríkó hafði verið með yfirlýsingar fyrir leikinn. Charles Barkley still has some big-time regrets about the 1993 NBA Finals."I've always been pissed at myself." https://t.co/mY92HhuoAA— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 28, 2020 Eins og Charles Barkley komst síðan að orði þá náði þessi litli bakvörður varla að rekja boltann í leiknum svo áköf var vörnin hjá Jordan sem leyfði honum ekki að komast neitt. Bandaríska liðið hafði tapað fyrir Púertó Ríkó árið á undan en þá án NBA leikmannanna. Að þessu sinni unnu Bandaríkjamenn 119-81. Charles Barkley og John Calipari fóru yfir fleiri sögur af Jordan og má sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira