Charles Barkley sagði sögur af Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 08:30 Michael Jordan og Charles Barkley mættust í lokaúrslitunum árið 1993. Getty/Icon Sportswire Charles Barkley og hinn heimsfrægi þjálfari John Calipari töluðu saman á ESPN í gær og fóru þar yfir sögur af hinum magnaða Michael Jordan sem flestir telja vera besta körfuboltamann sögunnar. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir verið stjarna í NBA eða lítt þekktur bakvörður hjá Púertó Ríkó þegar kom að Michael Jordan. Það borgaði sig að spara yfirlýsingarnar. Keppnisskap Michael Jordan er engu líkt og þeir Barkley og Calipari komu með nokkur dæmi um það. There are plenty of good MJ golf stories going around recently....Charles Barkley adds the latest legendary golf story to Michael Jordan's resume on 'Coffee with Cal' https://t.co/vPDN2hvpeA— Swan Lake Golf Club (@SwanLake_GC) April 28, 2020 Fyrsta sagan var líklega sú fyndnasta af þeim öllum en hún sagði jafnframt svo mikið um hvernig Michael Jordan hugsaði og hegðaði sér. Skemmtilegasta saga Barkley snérist um Jordan daginn sem bandaríska landsliðið mætti Púertó Ríkó í undankeppni Ameríku fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Michael Jordan, Charles Barkley, David Robinson og þjálfarinn Chuck Daly fóru þá í golf um morguninn en Bandaríkin átti síðan að spila undanúrslitaleikinn um kvöldið. Eftir átján holur ætluðu þeir Daly, Barkley og Robinson að fara heim en Jordan var ekki búinn að fá nóg og vildi spila aðrar átján holur. Þegar Michael Jordan mætti svo í leikinn eftir 36 holur þá heimtaði hann að dekka leikstjórnanda Púertó Ríkó liðsins. Jordan gat vissulega dekkað leikstjórnendastöðuna vel en það kostaði oft mun meiri orku enda að gæta manns sem er mikið með boltann. Þess vegna þótti Chuck Daly það skrýtið að Jordan vildi ólmur fá það verkefni nýbúinn að klára 36 holur. Svarið við því kom hins vegar fljótt því umræddum leikstjórnandi Púertó Ríkó hafði verið með yfirlýsingar fyrir leikinn. Charles Barkley still has some big-time regrets about the 1993 NBA Finals."I've always been pissed at myself." https://t.co/mY92HhuoAA— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 28, 2020 Eins og Charles Barkley komst síðan að orði þá náði þessi litli bakvörður varla að rekja boltann í leiknum svo áköf var vörnin hjá Jordan sem leyfði honum ekki að komast neitt. Bandaríska liðið hafði tapað fyrir Púertó Ríkó árið á undan en þá án NBA leikmannanna. Að þessu sinni unnu Bandaríkjamenn 119-81. Charles Barkley og John Calipari fóru yfir fleiri sögur af Jordan og má sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Charles Barkley og hinn heimsfrægi þjálfari John Calipari töluðu saman á ESPN í gær og fóru þar yfir sögur af hinum magnaða Michael Jordan sem flestir telja vera besta körfuboltamann sögunnar. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir verið stjarna í NBA eða lítt þekktur bakvörður hjá Púertó Ríkó þegar kom að Michael Jordan. Það borgaði sig að spara yfirlýsingarnar. Keppnisskap Michael Jordan er engu líkt og þeir Barkley og Calipari komu með nokkur dæmi um það. There are plenty of good MJ golf stories going around recently....Charles Barkley adds the latest legendary golf story to Michael Jordan's resume on 'Coffee with Cal' https://t.co/vPDN2hvpeA— Swan Lake Golf Club (@SwanLake_GC) April 28, 2020 Fyrsta sagan var líklega sú fyndnasta af þeim öllum en hún sagði jafnframt svo mikið um hvernig Michael Jordan hugsaði og hegðaði sér. Skemmtilegasta saga Barkley snérist um Jordan daginn sem bandaríska landsliðið mætti Púertó Ríkó í undankeppni Ameríku fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Michael Jordan, Charles Barkley, David Robinson og þjálfarinn Chuck Daly fóru þá í golf um morguninn en Bandaríkin átti síðan að spila undanúrslitaleikinn um kvöldið. Eftir átján holur ætluðu þeir Daly, Barkley og Robinson að fara heim en Jordan var ekki búinn að fá nóg og vildi spila aðrar átján holur. Þegar Michael Jordan mætti svo í leikinn eftir 36 holur þá heimtaði hann að dekka leikstjórnanda Púertó Ríkó liðsins. Jordan gat vissulega dekkað leikstjórnendastöðuna vel en það kostaði oft mun meiri orku enda að gæta manns sem er mikið með boltann. Þess vegna þótti Chuck Daly það skrýtið að Jordan vildi ólmur fá það verkefni nýbúinn að klára 36 holur. Svarið við því kom hins vegar fljótt því umræddum leikstjórnandi Púertó Ríkó hafði verið með yfirlýsingar fyrir leikinn. Charles Barkley still has some big-time regrets about the 1993 NBA Finals."I've always been pissed at myself." https://t.co/mY92HhuoAA— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 28, 2020 Eins og Charles Barkley komst síðan að orði þá náði þessi litli bakvörður varla að rekja boltann í leiknum svo áköf var vörnin hjá Jordan sem leyfði honum ekki að komast neitt. Bandaríska liðið hafði tapað fyrir Púertó Ríkó árið á undan en þá án NBA leikmannanna. Að þessu sinni unnu Bandaríkjamenn 119-81. Charles Barkley og John Calipari fóru yfir fleiri sögur af Jordan og má sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube
NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira