Lán í óláni að dóttirin veiktist í verndarsóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2020 20:00 Heiðar Þór Jónsson hefur verið í verndarsóttkví ásamt fjölskyldu sinni frá 11. mars þar sem önnur dóttir hans er langveik og í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira