Banna farþegaflug til og frá Argentínu fram í september Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 16:28 Argentínsk stjórnvöld lokuðu landamærunum 15. mars og bönnuðu flugferðir til og frá Bandaríkjunum og Evrópu daginn eftir. Vísir/EPA Ríkisstjórn Argentínu hefur bannað allt millilanda- og innanlandsflug með farþega vegna kórónuveirufaraldursins til 1. september. Samtök flugfélaga segja að þúsundir manna gætu misst vinnuna fyrir vikið og alþjóðleg flugmálayfirvöld segja aðgerðirnar brot á samningum. Gripið hefur verið til róttækra takmarkana til þess að hefta útbreiðslu faraldursins í Argentínu. Landamærunum var lokað fyrir öðrum en þeir sem búa í landinu í mars og strangar reglur um sóttkví eru í gildi. Flugmálayfirvöld gáfu út tilskipun í dag um að flugfélögum væri bannað að selja miða í farþegaflug til eða frá Argentínu. Tilskipuninni væri ætlað að koma í veg fyrir að flugfélögin seldu miða í ferðir sem argentínsk yfirvöld hefðu ekki lagt blessun sína yfir. Nefndu yfirvöld 1. september sem skynsamlegan tíma til að leyfa miðasölu aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Alþjóðaflugmálastofnunin (IATA) sendi argentínsku ríkisstjórninni bréf um að ákvörðunin bryti gegn tvíhliða samningum og setti fleiri en 300.000 störf í hættu. Samtök flugfélaga í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi (Alta) segja að ekki hafi verið haft samráð við iðnaðinn um ákvörðunina. Tæplega 4.000 manns hafa greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum í Argentínu og 192 hafa látið lífið. Argentína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Ríkisstjórn Argentínu hefur bannað allt millilanda- og innanlandsflug með farþega vegna kórónuveirufaraldursins til 1. september. Samtök flugfélaga segja að þúsundir manna gætu misst vinnuna fyrir vikið og alþjóðleg flugmálayfirvöld segja aðgerðirnar brot á samningum. Gripið hefur verið til róttækra takmarkana til þess að hefta útbreiðslu faraldursins í Argentínu. Landamærunum var lokað fyrir öðrum en þeir sem búa í landinu í mars og strangar reglur um sóttkví eru í gildi. Flugmálayfirvöld gáfu út tilskipun í dag um að flugfélögum væri bannað að selja miða í farþegaflug til eða frá Argentínu. Tilskipuninni væri ætlað að koma í veg fyrir að flugfélögin seldu miða í ferðir sem argentínsk yfirvöld hefðu ekki lagt blessun sína yfir. Nefndu yfirvöld 1. september sem skynsamlegan tíma til að leyfa miðasölu aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Alþjóðaflugmálastofnunin (IATA) sendi argentínsku ríkisstjórninni bréf um að ákvörðunin bryti gegn tvíhliða samningum og setti fleiri en 300.000 störf í hættu. Samtök flugfélaga í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi (Alta) segja að ekki hafi verið haft samráð við iðnaðinn um ákvörðunina. Tæplega 4.000 manns hafa greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum í Argentínu og 192 hafa látið lífið.
Argentína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira