Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 16:00 Það er lítið að gera í flugheiminum þessa dagana. Vísir/Vilhelm Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku ræddi Vísir við Kolbrúnu H. Gunnarsdóttur sem átti pantaða ferð til Egyptalands á vegum Úrval-Útsýn um páskana. Gengu þau frá pöntuninni síðasta haust og alls greiddu þau um eina milljón króna fyrir ferðina. Hafa hún og eiginmaður hennar staðið í nokkru stappi við að fá ferðina endurgreidda og nú er svo komið að nokkrir viðskiptavinir hyggjast stefna Úrval-Útsýn vegna málsins. Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Vísir/Einar Á. „Lög eru skýr um það að fólkið á rétt á endurgreiðslu. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir verða, og pakkaferðum sem þessum er aflýst ber að sjálfsögðu að endurgreiða fólki án tafar,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hópsins, í samtali við Vísi. Kolbrún lýsti því hvernig hún og eiginmaður hafi fyrst fengið vilyrði fyrir því að endurgreiðslan tæki tvær vikur, en því var svo breytt í sex vikur. Engin greiðsla hefur borist. Eins og vaxtalaust lán frá viðskiptavinum Segir Hilmar að þetta þýði í raun að ferðaskrifstofan hafi tekið vaxtalaust lán frá þessum viðskiptavinum, sem nemi allt að 650 þúsund krónum á einstakling. Það fé hafi ferðaskrifstofan að hluta ávaxtað frá því í október. „Það sér það hver maður, að slík framkoma gengur ekki, og ekki er víst að margir treysti sér til að eiga viðskipti við slíka ferðaskrifstofu í framtíðinni,“ segir Hilmar. „Ef félagið er ógjaldfært, ber því skylda til að lýsa því yfir án tafar, svo fólkið geti fengið endurgreitt frá vátryggingafélagi þess.“ Ákveðin óvissa ríkir þó þar sem nýtt frumvarp var kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Hilmar segir verulegan vafa leika á því hvort frumvarpið standist friðhelgi eignaréttar samkvæmt stjórnarskrá. „En viðskiptavinir Úrval Útsýn hafa hug á að láta á það reyna verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Með frumvarpinu er neytendum uppálagt að veita fyrirtækjum í rekstrarfjárvanda vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði, og er það mun ríflegri aðstoð en ríkissjóður hefur sjálfur treyst sér til að bjóða hingað til. En það hefur ávallt verið auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé.“ Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku ræddi Vísir við Kolbrúnu H. Gunnarsdóttur sem átti pantaða ferð til Egyptalands á vegum Úrval-Útsýn um páskana. Gengu þau frá pöntuninni síðasta haust og alls greiddu þau um eina milljón króna fyrir ferðina. Hafa hún og eiginmaður hennar staðið í nokkru stappi við að fá ferðina endurgreidda og nú er svo komið að nokkrir viðskiptavinir hyggjast stefna Úrval-Útsýn vegna málsins. Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Vísir/Einar Á. „Lög eru skýr um það að fólkið á rétt á endurgreiðslu. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir verða, og pakkaferðum sem þessum er aflýst ber að sjálfsögðu að endurgreiða fólki án tafar,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hópsins, í samtali við Vísi. Kolbrún lýsti því hvernig hún og eiginmaður hafi fyrst fengið vilyrði fyrir því að endurgreiðslan tæki tvær vikur, en því var svo breytt í sex vikur. Engin greiðsla hefur borist. Eins og vaxtalaust lán frá viðskiptavinum Segir Hilmar að þetta þýði í raun að ferðaskrifstofan hafi tekið vaxtalaust lán frá þessum viðskiptavinum, sem nemi allt að 650 þúsund krónum á einstakling. Það fé hafi ferðaskrifstofan að hluta ávaxtað frá því í október. „Það sér það hver maður, að slík framkoma gengur ekki, og ekki er víst að margir treysti sér til að eiga viðskipti við slíka ferðaskrifstofu í framtíðinni,“ segir Hilmar. „Ef félagið er ógjaldfært, ber því skylda til að lýsa því yfir án tafar, svo fólkið geti fengið endurgreitt frá vátryggingafélagi þess.“ Ákveðin óvissa ríkir þó þar sem nýtt frumvarp var kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Hilmar segir verulegan vafa leika á því hvort frumvarpið standist friðhelgi eignaréttar samkvæmt stjórnarskrá. „En viðskiptavinir Úrval Útsýn hafa hug á að láta á það reyna verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Með frumvarpinu er neytendum uppálagt að veita fyrirtækjum í rekstrarfjárvanda vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði, og er það mun ríflegri aðstoð en ríkissjóður hefur sjálfur treyst sér til að bjóða hingað til. En það hefur ávallt verið auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé.“
Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35