Katrín segir kyn sitt ekki hafa skipt sköpum í baráttunni við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:50 Konurnar Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir kynntu innleiðingu samkomubanns á blaðamannafundi 13. mars ásamt karlinum Þórólfi Guðnasyni. Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30
„Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10