Ekki hægt að horfa upp á aðra eins kaupmáttarrýrnun og varð eftir hrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 23:15 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hýrir á brá við undirritun lífskjarasamningsins í fyrra. Þeir hafa ákveðið fyrir hönd sinna félaga að fara nú í formlegar viðræður við SA til að verja samninginn. Framsýn stéttarfélag mun einnig eiga aðild að viðræðunum. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist vongóður um að á morgun hefjist formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins um hvernig verja megi lífskjarasamninginn í því alvarlega ástandi sem nú ríki á vinnumarkaði. Hann segir nauðsynlegt að stjórnvöld komi einnig að borðinu og þá vill hann fá Seðlabankann að málum þar sem gera þurfi betur í því að verja gengi krónunnar. Tugþúsundir hafa misst vinnuna á undanförnum vikum, að öllu leyti eða að hluta, vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiruvaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. Stærsta atvinnugreinin, ferðaþjónustan, er í miklum vanda enda miklar takmarkanir á ferðum fólks um allan heim og talið ólíklegt að mikið, ef nokkuð, af erlendum ferðamönnum komi hingað til lands yfir háannatímann í sumar. Í lífskjarasamningnum sem undirritaður var í apríl í fyrra er kveðið á um að þá skuli endurskoða í september á þessu ári og í september 2021. Forsendur samningsins snúa að því að kaupmáttur launa hafi aukist, vextir hafi lækkað og að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við samningana. „Við erum bara að reyna að leita leiða til að verja samninginn okkar og það gerist ekki öðruvísi en með þríhliða samtali, vegna þess til dæmis að við erum með það mikið inn í samningnum sem stjórnvöld þurfa að efna, eins og til dæmis varðandi húsnæðismálin, verðtryggingu og fleiri mál. Þetta er ekkert sem menn draga upp úr hattinum fimm mínútur í endurskoðun samningsins, að fara að efna þá hluti. Það tekur tíma að ná til dæmis hlutdeildarlánunum og verndinni fyrir fólk á leigumarkaði,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Styðja þurfi við krónuna, annað hvort með gjaldeyrisvaraforða eða höftum Þá vilji hann fá Seðlabankann að borðinu þar sem verja þurfi krónuna betur en hún hefur fallið undanfarið. Fall krónunnar muni skila sér í verðlagshækkunum sem séu nú þegar byrjaðar. „Þú getur rétt ímyndað þér fyrir venjulegt fólk sem er að hrynja núna í tekjum út af atvinnuleysi og hlutabótaleiðinni, þessar tölur eiga bara eftir að versna, að þurfa að taka á sig síðan umtalsverðar verðlagshækkanir þar sem neyslumynstur Íslendinga hefur breyst á einni nóttu úr því að vera að ferðast og svo framvegis í það að kaupa það allra nauðsynlegasta.“ Styðja þurfi við krónuna, annað hvort með því að fara í gjaldeyrisforðann eða með höftum. „Vegna þess að við getum ekki horft á það án þess að reyna að hér muni fara eins og eftir hrun að kaupmáttarrýrnun verði um 15 prósent á mjög skömmum tíma og sömuleiðis að eignamyndun fólks í fasteignum og leiguverð hækki upp úr öllu valdi út af vísitölutryggingu. Og við munum líka gera atlögu að því að reyna að fá frystingu á vísitölu til verðtryggingar, leigu og svo lána. Þetta eru allt atriði sem þarf að ræða núna um ef ekki á illa að fara í haust því það eru alveg jafnmiklar líkur á að Samtök atvinnulífsins segi upp kjarasamningum eins og verkalýðshreyfingin,“ segir Ragnar Þór. Hann segir gríðarlega mikilvægt að fólk tali saman og hugsi í lausnum í því ástandi sem nú ríkir. Þá gagnrýnir hann stjórnvöld fyrir samráðsleysi við gerð aðgerðapakkanna og segir alla þurfa að koma að borðinu, hvort sem það er stjórnarandstaðan eða stéttarfélögin á opinbera markaðnum. Mestu skipti að verja kaupmátt launafólks og lífskjarasamninginn sjálfan. „Og mögulega ef við getum varið 50, 100, 200, 300 störf í leiðinni þá er það svo sannarlega þess virði að reyna,“ segir Ragnar Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Neytendur Hlutabótaleiðin Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist vongóður um að á morgun hefjist formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins um hvernig verja megi lífskjarasamninginn í því alvarlega ástandi sem nú ríki á vinnumarkaði. Hann segir nauðsynlegt að stjórnvöld komi einnig að borðinu og þá vill hann fá Seðlabankann að málum þar sem gera þurfi betur í því að verja gengi krónunnar. Tugþúsundir hafa misst vinnuna á undanförnum vikum, að öllu leyti eða að hluta, vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiruvaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. Stærsta atvinnugreinin, ferðaþjónustan, er í miklum vanda enda miklar takmarkanir á ferðum fólks um allan heim og talið ólíklegt að mikið, ef nokkuð, af erlendum ferðamönnum komi hingað til lands yfir háannatímann í sumar. Í lífskjarasamningnum sem undirritaður var í apríl í fyrra er kveðið á um að þá skuli endurskoða í september á þessu ári og í september 2021. Forsendur samningsins snúa að því að kaupmáttur launa hafi aukist, vextir hafi lækkað og að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við samningana. „Við erum bara að reyna að leita leiða til að verja samninginn okkar og það gerist ekki öðruvísi en með þríhliða samtali, vegna þess til dæmis að við erum með það mikið inn í samningnum sem stjórnvöld þurfa að efna, eins og til dæmis varðandi húsnæðismálin, verðtryggingu og fleiri mál. Þetta er ekkert sem menn draga upp úr hattinum fimm mínútur í endurskoðun samningsins, að fara að efna þá hluti. Það tekur tíma að ná til dæmis hlutdeildarlánunum og verndinni fyrir fólk á leigumarkaði,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Styðja þurfi við krónuna, annað hvort með gjaldeyrisvaraforða eða höftum Þá vilji hann fá Seðlabankann að borðinu þar sem verja þurfi krónuna betur en hún hefur fallið undanfarið. Fall krónunnar muni skila sér í verðlagshækkunum sem séu nú þegar byrjaðar. „Þú getur rétt ímyndað þér fyrir venjulegt fólk sem er að hrynja núna í tekjum út af atvinnuleysi og hlutabótaleiðinni, þessar tölur eiga bara eftir að versna, að þurfa að taka á sig síðan umtalsverðar verðlagshækkanir þar sem neyslumynstur Íslendinga hefur breyst á einni nóttu úr því að vera að ferðast og svo framvegis í það að kaupa það allra nauðsynlegasta.“ Styðja þurfi við krónuna, annað hvort með því að fara í gjaldeyrisforðann eða með höftum. „Vegna þess að við getum ekki horft á það án þess að reyna að hér muni fara eins og eftir hrun að kaupmáttarrýrnun verði um 15 prósent á mjög skömmum tíma og sömuleiðis að eignamyndun fólks í fasteignum og leiguverð hækki upp úr öllu valdi út af vísitölutryggingu. Og við munum líka gera atlögu að því að reyna að fá frystingu á vísitölu til verðtryggingar, leigu og svo lána. Þetta eru allt atriði sem þarf að ræða núna um ef ekki á illa að fara í haust því það eru alveg jafnmiklar líkur á að Samtök atvinnulífsins segi upp kjarasamningum eins og verkalýðshreyfingin,“ segir Ragnar Þór. Hann segir gríðarlega mikilvægt að fólk tali saman og hugsi í lausnum í því ástandi sem nú ríkir. Þá gagnrýnir hann stjórnvöld fyrir samráðsleysi við gerð aðgerðapakkanna og segir alla þurfa að koma að borðinu, hvort sem það er stjórnarandstaðan eða stéttarfélögin á opinbera markaðnum. Mestu skipti að verja kaupmátt launafólks og lífskjarasamninginn sjálfan. „Og mögulega ef við getum varið 50, 100, 200, 300 störf í leiðinni þá er það svo sannarlega þess virði að reyna,“ segir Ragnar Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Neytendur Hlutabótaleiðin Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira