Ljósið í myrkrinu Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 28. apríl 2020 06:01 Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun