Rannsökum líka þetta hrun Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 28. apríl 2020 08:00 Ég legg til að við ákveðum hér og nú, að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem mun gera upp þær efnahagslegu aðgerðir sem nú er ráðist í vegna hrunsins. Þannig tilkynning, á þessum tímapunkti, að þetta hrun og ekki síst viðbrögðin við því, verði rannsökuð mun virka sem öflugt aðhald á þær efnahagslegu ákvarðanir sem nú eru teknar og verða teknar á næstu mánuðum. Hvaða fyrirtæki lifa og deyja? Nú er allt samfélagið í rústabjörgun og óvissan er mikil. Kynntir eru aðgerðarpakkar stjórnvalda og bankar ráðast í alls konar aðgerðir gagnvart fyrirtækjum og fólkinu í landinu. Stórkostleg tilfærsla á fjármunum mun eiga sér stað og ákvarðanir um hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki munu deyja verða teknar. Þá munu fjármunir og störf glatast og margs konar lobbýsimi fyrir sérhagsmunum mun eiga sér stað. Nú eru rúm 11 ár síðan bankahrunið var. Í því hruni fór margt úrskeiðis, tæplega 30 íslenskir bankamenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Sumar aðgerðir stjórnvalda og banka urðu mjög umdeildar. Þá var hins vegar ákveðið að setja á fót öfluga rannsóknarnefnd sem hafði nánast ótakmarkaðar heimildir til að gera upp málin, bankaleynd var afnumin og sérstakt embætti saksóknara tók til starfa. Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu skipti samfélagið miklu máli. Tilkynnum um rannsókn núna Þótt þessi tvö hrun séu eðlisólík og ekkert bendir til brota á lögum í þessu hruni sem nú gengur yfir, er ljóst að margar ákvarðanir stjórnvalda og annarra aðila verða umdeildar. Sumir munu fá fyrirgreiðslu á kostnað almennings en aðrir ekki. Gagnsæi verður því að vera lykilorðið í öllum þeim aðgerðum sem nú standa yfir og eru framundan. Án gagnsæis verður ekki traust á aðgerðunum og þeirri uppbyggingu sem við munum öll standa frammi fyrir. Þó að orsakir þessa hruns séu mun ljósari en orsakir síðasta hruns stendur eftir að aðgerðirnar sem stjórnvöld og fyrirtæki ráðast í vegna þessa hruns þurfa að koma til skoðunar. Það skiptir einnig máli að 2 af 3 stærstu viðskiptabönkunum eru ríkisbankar og þurfa því allar aðgerðir bankanna sérstaklega að vera hafnar yfir allan vafa. Nú er því rétti tíminn að ákveða að öllum steinum verður velt í framtíðinni. Þannig tryggjum við best gagnsæi en ekki síst jafnræði í þeim aðgerðum sem nú eru ákveðnar. Höfund er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég legg til að við ákveðum hér og nú, að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem mun gera upp þær efnahagslegu aðgerðir sem nú er ráðist í vegna hrunsins. Þannig tilkynning, á þessum tímapunkti, að þetta hrun og ekki síst viðbrögðin við því, verði rannsökuð mun virka sem öflugt aðhald á þær efnahagslegu ákvarðanir sem nú eru teknar og verða teknar á næstu mánuðum. Hvaða fyrirtæki lifa og deyja? Nú er allt samfélagið í rústabjörgun og óvissan er mikil. Kynntir eru aðgerðarpakkar stjórnvalda og bankar ráðast í alls konar aðgerðir gagnvart fyrirtækjum og fólkinu í landinu. Stórkostleg tilfærsla á fjármunum mun eiga sér stað og ákvarðanir um hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki munu deyja verða teknar. Þá munu fjármunir og störf glatast og margs konar lobbýsimi fyrir sérhagsmunum mun eiga sér stað. Nú eru rúm 11 ár síðan bankahrunið var. Í því hruni fór margt úrskeiðis, tæplega 30 íslenskir bankamenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Sumar aðgerðir stjórnvalda og banka urðu mjög umdeildar. Þá var hins vegar ákveðið að setja á fót öfluga rannsóknarnefnd sem hafði nánast ótakmarkaðar heimildir til að gera upp málin, bankaleynd var afnumin og sérstakt embætti saksóknara tók til starfa. Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu skipti samfélagið miklu máli. Tilkynnum um rannsókn núna Þótt þessi tvö hrun séu eðlisólík og ekkert bendir til brota á lögum í þessu hruni sem nú gengur yfir, er ljóst að margar ákvarðanir stjórnvalda og annarra aðila verða umdeildar. Sumir munu fá fyrirgreiðslu á kostnað almennings en aðrir ekki. Gagnsæi verður því að vera lykilorðið í öllum þeim aðgerðum sem nú standa yfir og eru framundan. Án gagnsæis verður ekki traust á aðgerðunum og þeirri uppbyggingu sem við munum öll standa frammi fyrir. Þó að orsakir þessa hruns séu mun ljósari en orsakir síðasta hruns stendur eftir að aðgerðirnar sem stjórnvöld og fyrirtæki ráðast í vegna þessa hruns þurfa að koma til skoðunar. Það skiptir einnig máli að 2 af 3 stærstu viðskiptabönkunum eru ríkisbankar og þurfa því allar aðgerðir bankanna sérstaklega að vera hafnar yfir allan vafa. Nú er því rétti tíminn að ákveða að öllum steinum verður velt í framtíðinni. Þannig tryggjum við best gagnsæi en ekki síst jafnræði í þeim aðgerðum sem nú eru ákveðnar. Höfund er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar