„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2020 21:00 Andrea Eyland ræddi við Auði Bjarnadóttur jógakennara í þættinum Óskalistinn í hlaðvarpinu Kviknar. Kviknar/Þorleifur Kamban. Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu
Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00
Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00
Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00