Lentu eins hreyfils flugvél á hæsta fjalli Norðurlands Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 11:31 Kristján og Piper-flugvélin TF-LEO Fáfnir Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira