Léttir til yfir Vestfjörðum: Þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 12:45 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir það miklar gleðifréttir að enginn hafi greinst með Covid-19 síðustu þrjá daga. Vísir Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira