Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2020 10:45 Christof Lang var hér á landi í vikunni að taka viðtöl fyrir heimildarmyndina. Næsti viðkomustaður er skíðabærinn Ischgl. vísir/sigurjón Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. Christof Lang, fréttamaður hjá Infonetwork RTL í Þýskalandi, tók viðtöl í vikunni við sóttvarnalækni, Kára Stefánsson og Íslending sem greindist með kórónuveiruna eftir að hafa verið á skíðum í Ischgl. Fyrstu viðvaranir um smit í bænum komu frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eftir að veiran uppgötvaðist í Íslendingum sem höfðu verið í fríi í bænum. Þannig var Ísland fyrst til að skilgreina bæinn sem áhættusvæði. Ísland gerði allt rétt „Ísland gerði allt rétt,“ segir Christof. „Viðvaranir komu tímanlega en það sem er áhugavert við þetta er af hverju enginn veitti þeim athygli. Annað sem er áhugavert við Ísland er hvernig hefur verið tekist á við kórónuveiruna. Það er ansi aðdáunarvert.“ Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Christof fór sjálfur á skíði til Ischgl, einum degi eftir að viðvörun kom frá Íslandi en hann vissi ekki af því, frekar en aðrir ferðalangar. „Konan mín er ólétt og hún sagði við mig að ég væri ekkert að fara á svæðið ef þar væri veira. En ég sagði bara nei, það er engin smithætta þarna, ég er búinn að kanna það. En raunin er að fólk var að smitast á svæðinu dagana áður en ég kom og ég ásamt fimm félögum mínum smituðumst allir. Þess vegna er ég að gera þessa heimildarmynd, af því að þetta snertir mig persónulega.“ Christof segir hæg viðbrögð í bænum tengjast gífurlegum fjárhagslegum hagsmunum enda velti skíðasvæðið 300 milljónum evra á hverjum vetri. „Þetta var bara eins og alltaf. Ekkert verið að ræða veiruna, engar viðvaranir, engar fjarlægðir milli manna. Enginn leiddi hugann að veirunni og ég gerði það ekki sjálfur, því ég hélt ég væri alveg öruggur á þessu svæði.“ Christof fór héðan af landi á fimmtudag og var á leiðinni til Ischgl þar sem hann ætlar að ræða við hótel- og bareigendur og fólkið sem starfar á svæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. Christof Lang, fréttamaður hjá Infonetwork RTL í Þýskalandi, tók viðtöl í vikunni við sóttvarnalækni, Kára Stefánsson og Íslending sem greindist með kórónuveiruna eftir að hafa verið á skíðum í Ischgl. Fyrstu viðvaranir um smit í bænum komu frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eftir að veiran uppgötvaðist í Íslendingum sem höfðu verið í fríi í bænum. Þannig var Ísland fyrst til að skilgreina bæinn sem áhættusvæði. Ísland gerði allt rétt „Ísland gerði allt rétt,“ segir Christof. „Viðvaranir komu tímanlega en það sem er áhugavert við þetta er af hverju enginn veitti þeim athygli. Annað sem er áhugavert við Ísland er hvernig hefur verið tekist á við kórónuveiruna. Það er ansi aðdáunarvert.“ Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Christof fór sjálfur á skíði til Ischgl, einum degi eftir að viðvörun kom frá Íslandi en hann vissi ekki af því, frekar en aðrir ferðalangar. „Konan mín er ólétt og hún sagði við mig að ég væri ekkert að fara á svæðið ef þar væri veira. En ég sagði bara nei, það er engin smithætta þarna, ég er búinn að kanna það. En raunin er að fólk var að smitast á svæðinu dagana áður en ég kom og ég ásamt fimm félögum mínum smituðumst allir. Þess vegna er ég að gera þessa heimildarmynd, af því að þetta snertir mig persónulega.“ Christof segir hæg viðbrögð í bænum tengjast gífurlegum fjárhagslegum hagsmunum enda velti skíðasvæðið 300 milljónum evra á hverjum vetri. „Þetta var bara eins og alltaf. Ekkert verið að ræða veiruna, engar viðvaranir, engar fjarlægðir milli manna. Enginn leiddi hugann að veirunni og ég gerði það ekki sjálfur, því ég hélt ég væri alveg öruggur á þessu svæði.“ Christof fór héðan af landi á fimmtudag og var á leiðinni til Ischgl þar sem hann ætlar að ræða við hótel- og bareigendur og fólkið sem starfar á svæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20
Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent