Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2020 10:45 Christof Lang var hér á landi í vikunni að taka viðtöl fyrir heimildarmyndina. Næsti viðkomustaður er skíðabærinn Ischgl. vísir/sigurjón Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. Christof Lang, fréttamaður hjá Infonetwork RTL í Þýskalandi, tók viðtöl í vikunni við sóttvarnalækni, Kára Stefánsson og Íslending sem greindist með kórónuveiruna eftir að hafa verið á skíðum í Ischgl. Fyrstu viðvaranir um smit í bænum komu frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eftir að veiran uppgötvaðist í Íslendingum sem höfðu verið í fríi í bænum. Þannig var Ísland fyrst til að skilgreina bæinn sem áhættusvæði. Ísland gerði allt rétt „Ísland gerði allt rétt,“ segir Christof. „Viðvaranir komu tímanlega en það sem er áhugavert við þetta er af hverju enginn veitti þeim athygli. Annað sem er áhugavert við Ísland er hvernig hefur verið tekist á við kórónuveiruna. Það er ansi aðdáunarvert.“ Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Christof fór sjálfur á skíði til Ischgl, einum degi eftir að viðvörun kom frá Íslandi en hann vissi ekki af því, frekar en aðrir ferðalangar. „Konan mín er ólétt og hún sagði við mig að ég væri ekkert að fara á svæðið ef þar væri veira. En ég sagði bara nei, það er engin smithætta þarna, ég er búinn að kanna það. En raunin er að fólk var að smitast á svæðinu dagana áður en ég kom og ég ásamt fimm félögum mínum smituðumst allir. Þess vegna er ég að gera þessa heimildarmynd, af því að þetta snertir mig persónulega.“ Christof segir hæg viðbrögð í bænum tengjast gífurlegum fjárhagslegum hagsmunum enda velti skíðasvæðið 300 milljónum evra á hverjum vetri. „Þetta var bara eins og alltaf. Ekkert verið að ræða veiruna, engar viðvaranir, engar fjarlægðir milli manna. Enginn leiddi hugann að veirunni og ég gerði það ekki sjálfur, því ég hélt ég væri alveg öruggur á þessu svæði.“ Christof fór héðan af landi á fimmtudag og var á leiðinni til Ischgl þar sem hann ætlar að ræða við hótel- og bareigendur og fólkið sem starfar á svæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. Christof Lang, fréttamaður hjá Infonetwork RTL í Þýskalandi, tók viðtöl í vikunni við sóttvarnalækni, Kára Stefánsson og Íslending sem greindist með kórónuveiruna eftir að hafa verið á skíðum í Ischgl. Fyrstu viðvaranir um smit í bænum komu frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eftir að veiran uppgötvaðist í Íslendingum sem höfðu verið í fríi í bænum. Þannig var Ísland fyrst til að skilgreina bæinn sem áhættusvæði. Ísland gerði allt rétt „Ísland gerði allt rétt,“ segir Christof. „Viðvaranir komu tímanlega en það sem er áhugavert við þetta er af hverju enginn veitti þeim athygli. Annað sem er áhugavert við Ísland er hvernig hefur verið tekist á við kórónuveiruna. Það er ansi aðdáunarvert.“ Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Christof fór sjálfur á skíði til Ischgl, einum degi eftir að viðvörun kom frá Íslandi en hann vissi ekki af því, frekar en aðrir ferðalangar. „Konan mín er ólétt og hún sagði við mig að ég væri ekkert að fara á svæðið ef þar væri veira. En ég sagði bara nei, það er engin smithætta þarna, ég er búinn að kanna það. En raunin er að fólk var að smitast á svæðinu dagana áður en ég kom og ég ásamt fimm félögum mínum smituðumst allir. Þess vegna er ég að gera þessa heimildarmynd, af því að þetta snertir mig persónulega.“ Christof segir hæg viðbrögð í bænum tengjast gífurlegum fjárhagslegum hagsmunum enda velti skíðasvæðið 300 milljónum evra á hverjum vetri. „Þetta var bara eins og alltaf. Ekkert verið að ræða veiruna, engar viðvaranir, engar fjarlægðir milli manna. Enginn leiddi hugann að veirunni og ég gerði það ekki sjálfur, því ég hélt ég væri alveg öruggur á þessu svæði.“ Christof fór héðan af landi á fimmtudag og var á leiðinni til Ischgl þar sem hann ætlar að ræða við hótel- og bareigendur og fólkið sem starfar á svæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20
Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37