Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. apríl 2020 14:00 Lítið hefur verið að gera hjá ökukennurum frá því að samkomubann var sett á. Það gæti hins vegar snúist við þegar samkomubanni verður aflétt. Vísir/Jóhann K. Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin. Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin.
Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira