Sílíkonbrjóst björguðu lífi konu sem varð fyrir byssuskoti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 11:09 Brjóstapúðinn breytti stefnu byssukúlunnar. Getty/BSIP Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við. Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við.
Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira