Sílíkonbrjóst björguðu lífi konu sem varð fyrir byssuskoti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 11:09 Brjóstapúðinn breytti stefnu byssukúlunnar. Getty/BSIP Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við. Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við.
Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira