Plokka rusl við heilbrigðisstofnanir á Stóra Plokkdeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 08:59 Plokkarar munu beina sjónum sínum að heilbrigðisstofnunum í dag. Plokk á Íslandi/aðsend Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá. Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira