Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. apríl 2020 10:00 Beggi Dan. Vísir/Tryggvi Már Gunnarsson Hann heitir Guðbjörn Dan Gunnarsson en er alltaf kallaður Beggi Dan. Beggi er starfandi stjórnarformaður hjá fyrirtækinu Svartagaldri sem á dögunum tilkynnti um samstarf við SÁÁ. Það samstarf felst í því að yfirfæra SÁÁ álfana á stafrænt form þannig að álfasalan verði á netinu, nú þegar ekki er hægt að treysta á hefðbundna álfasölu vegna samkomubanns og fjarlægðarmarka. Margir tengja Begga Dan samt meira við tónlist og jafnvel uppistand en Beggi er söngvari í hljómsveitinni Shadow Parade. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum þar sem alltaf er spurt um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um helstu verkefnin og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Þetta virðist vera einföld spurning en fyrir mér er hún það ekki þar sem að ég er í eðli mínu næturugla og B manneskja, ég hef alltaf átt erfitt með að vakna snemma. Ég er með börnin mín hjá mér aðra hverja viku sem þýðir auðvitað að ég þarf að vakna snemma og sofna á semi eðlilegum tíma og er í raun „neyddur“ í það að vera A manneskja aðra hverja viku. Minn tími er hins vegar á kvöldin og á næturnar því af einhverri ástæðu þá kviknar á heilanum og sköpunargleðinni á kvöldin og á nóttunni. Ég hef óteljandi oft reynt að snúa þessu við, sofna snemma og vakna snemma og allt það en eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir þá ákvað ég að sætta mig við þetta og reyna frekar að vinna með þetta einhvern veginn. Þegar börnin eru hjá mér er ég kominn á fætur rétt fyrir sjö en þegar þau eru ekki hjá mér þá er ég að vakna rétt fyrir klukkan níu nema að ég hafi verið að vinna lengi fram eftir daginn áður.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgunrútínan mín er ekki flókin. Ég vakna á síðasta mögulega tímapunkti eftir nokkur snooze, velti mér fram úr rúminu og skríð svefndrukkinn inn í eldhús þar sem kaffivélin mín á heima og fæ mér tvo bolla svo að ég geti opnað augun og komið mér í sturtu. Þegar ég hef öðlast meðvitund á nýjan leik eftir sturtuna þá kíki ég á póstinn minn, skoða dagatalið mitt og skipulegg daginn eins og hægt er, kíki lauflétt á fréttir og fer svo af stað út í daginn.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er það heppinn að vera í skemmtilegustu vinnu í heimi og fæ að vinna að ótrúlega fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum með flottum fyrirtækum. Þessa dagana erum við hjálpa SÁÁ að færa álfana sína yfir á stafrænt form og selja þá á á netinu þar sem að aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp að álfasalan verði með hefðbundnu sniði. Eins og allir vita þá vinnur SÁÁ ótrúlega mikilvægt starf, meðal annars með því að reka sjúkrahúsið Vog. Sala á álfinum er stærsta fjáröflunarleið SÁÁ og það er ótrúlega magnað að fá að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni.“ Beggi og Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ, kveðjast á nútímalegan hátt í kjölfar samstarfssamnings um stafrænan álf.Vísir/SÁÁ Aðeins „stóru málin“ komast á blað Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er ekki beint skipulagðasti maður í heimi, eiginlega langt frá því en ég er það heppinn að vinna með frábæru fólki sem þekkir mig ansi vel og hjálpar mér með skipulagninguna. Í vinnunni notum við frábært kerfi sem heitir Monday sem heldur utan um allt sem við erum að gera hverju sinni. Við notum líka Slack sem samskiptatól fyrir okkur sem vinnum hjá Svartagaldri og einnig fyrir viðskiptavinina okkar. Slack hefur valdið því að tölvupóstum hefur fækkað gríðarlega og öll samskipti eru orðin straumlínulöguð og næs. Að öðru leiti reyni ég að styðjast við frábært kerfi sem yfirmaður minn hjá Creditinfo Group kynnti mig fyrir á sínum tíma, hann kallar það “stóru málin”. Kerfið er einfalt og snýst um það að skrifa niður á blað 5-10 verkefni eða atriði sem skipta raunverulegu máli og hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Kenningin er sú að öll önnur verkefni sem tengjast ekki stóru málunum eiga að mæta afgangi. Það virkar fyrir mig.“ Blastar Kött Grá Pje upp Ártúnsbrekkuna Hlustar þú á tónlist í vinnunni og hversu mikinn sess á tónlistin hjá þér? „Tónlist skiptir mig mjög miklu máli. Ég hlusta því miður ekki mikið á tónlist í vinnunni enda mikið á fundum og í símanum. Ég hlusta mest á tónlist í bílnum enda er ég talsvert á ferðinni og ég nýti þann tíma til að hlusta á uppáhalds tónlistina mín og svo finnst mér gaman að uppgötva eitthvað nýtt. Ég er með einn fastan lið á hverjum degi sem er eiginlega orðinn algjör nauðsyn. Þegar ég keyri upp Ártúnsbrekkuna á leiðinni á skrifstofuna í morgunumferðinni þá blasta ég lagi sem heitir Rapp er ekki list með Kött Grá Pjé. Af einhverri ástæðu þá nær það lag að setja mig í vinnuham enda algjörlega frábært lag með díabólísku bíti sem fær harðasta fólk til skjálfa og sjúga á sér þumalinn. Textinn er líka stórkostlegur.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar ég er með krakkana þá neyði ég mig til að fara upp í rúm á milli hálf tólf og eitt. Ef ég á erfitt með að sofna, sem gerist mjög reglulega, þá hlusta ég á podköst þangað til ég dett út. Þegar ég er einn þá leyfi ég mér að vaka talsvert lengur, sérstaklega þegar andinn kemur yfir mig og ég dett inn í eitthvað verkefni, þá leyfi ég mér að vaka til tvö, mögulega aðeins lengur ef aðstæður eru þannig.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00 Helena einhenta, fjarkennsla og söngvakeppnin í Rotterdam Í kaffispjalli um helgar heyrum við í fólki sem starfar á ólíkum sviðum og í þetta sinn er gestur okkar Reynir Þór Eggertsson, lektor við háskólann í Helsinki og einn þekktasti Eurovision sérfræðingur landsins. 4. apríl 2020 10:00 Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. 28. mars 2020 10:00 Vekur börnin sín í öfugri aldursröð og segir ríkið passa vel upp á starfsfólkið sitt Kaffispjall helgarinnar er við Karl Pétur Jónsson sem meðal annars segir okkur hvernig það er að vinna fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann. 8. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Hann heitir Guðbjörn Dan Gunnarsson en er alltaf kallaður Beggi Dan. Beggi er starfandi stjórnarformaður hjá fyrirtækinu Svartagaldri sem á dögunum tilkynnti um samstarf við SÁÁ. Það samstarf felst í því að yfirfæra SÁÁ álfana á stafrænt form þannig að álfasalan verði á netinu, nú þegar ekki er hægt að treysta á hefðbundna álfasölu vegna samkomubanns og fjarlægðarmarka. Margir tengja Begga Dan samt meira við tónlist og jafnvel uppistand en Beggi er söngvari í hljómsveitinni Shadow Parade. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum þar sem alltaf er spurt um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um helstu verkefnin og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Þetta virðist vera einföld spurning en fyrir mér er hún það ekki þar sem að ég er í eðli mínu næturugla og B manneskja, ég hef alltaf átt erfitt með að vakna snemma. Ég er með börnin mín hjá mér aðra hverja viku sem þýðir auðvitað að ég þarf að vakna snemma og sofna á semi eðlilegum tíma og er í raun „neyddur“ í það að vera A manneskja aðra hverja viku. Minn tími er hins vegar á kvöldin og á næturnar því af einhverri ástæðu þá kviknar á heilanum og sköpunargleðinni á kvöldin og á nóttunni. Ég hef óteljandi oft reynt að snúa þessu við, sofna snemma og vakna snemma og allt það en eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir þá ákvað ég að sætta mig við þetta og reyna frekar að vinna með þetta einhvern veginn. Þegar börnin eru hjá mér er ég kominn á fætur rétt fyrir sjö en þegar þau eru ekki hjá mér þá er ég að vakna rétt fyrir klukkan níu nema að ég hafi verið að vinna lengi fram eftir daginn áður.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgunrútínan mín er ekki flókin. Ég vakna á síðasta mögulega tímapunkti eftir nokkur snooze, velti mér fram úr rúminu og skríð svefndrukkinn inn í eldhús þar sem kaffivélin mín á heima og fæ mér tvo bolla svo að ég geti opnað augun og komið mér í sturtu. Þegar ég hef öðlast meðvitund á nýjan leik eftir sturtuna þá kíki ég á póstinn minn, skoða dagatalið mitt og skipulegg daginn eins og hægt er, kíki lauflétt á fréttir og fer svo af stað út í daginn.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er það heppinn að vera í skemmtilegustu vinnu í heimi og fæ að vinna að ótrúlega fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum með flottum fyrirtækum. Þessa dagana erum við hjálpa SÁÁ að færa álfana sína yfir á stafrænt form og selja þá á á netinu þar sem að aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp að álfasalan verði með hefðbundnu sniði. Eins og allir vita þá vinnur SÁÁ ótrúlega mikilvægt starf, meðal annars með því að reka sjúkrahúsið Vog. Sala á álfinum er stærsta fjáröflunarleið SÁÁ og það er ótrúlega magnað að fá að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni.“ Beggi og Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ, kveðjast á nútímalegan hátt í kjölfar samstarfssamnings um stafrænan álf.Vísir/SÁÁ Aðeins „stóru málin“ komast á blað Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er ekki beint skipulagðasti maður í heimi, eiginlega langt frá því en ég er það heppinn að vinna með frábæru fólki sem þekkir mig ansi vel og hjálpar mér með skipulagninguna. Í vinnunni notum við frábært kerfi sem heitir Monday sem heldur utan um allt sem við erum að gera hverju sinni. Við notum líka Slack sem samskiptatól fyrir okkur sem vinnum hjá Svartagaldri og einnig fyrir viðskiptavinina okkar. Slack hefur valdið því að tölvupóstum hefur fækkað gríðarlega og öll samskipti eru orðin straumlínulöguð og næs. Að öðru leiti reyni ég að styðjast við frábært kerfi sem yfirmaður minn hjá Creditinfo Group kynnti mig fyrir á sínum tíma, hann kallar það “stóru málin”. Kerfið er einfalt og snýst um það að skrifa niður á blað 5-10 verkefni eða atriði sem skipta raunverulegu máli og hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Kenningin er sú að öll önnur verkefni sem tengjast ekki stóru málunum eiga að mæta afgangi. Það virkar fyrir mig.“ Blastar Kött Grá Pje upp Ártúnsbrekkuna Hlustar þú á tónlist í vinnunni og hversu mikinn sess á tónlistin hjá þér? „Tónlist skiptir mig mjög miklu máli. Ég hlusta því miður ekki mikið á tónlist í vinnunni enda mikið á fundum og í símanum. Ég hlusta mest á tónlist í bílnum enda er ég talsvert á ferðinni og ég nýti þann tíma til að hlusta á uppáhalds tónlistina mín og svo finnst mér gaman að uppgötva eitthvað nýtt. Ég er með einn fastan lið á hverjum degi sem er eiginlega orðinn algjör nauðsyn. Þegar ég keyri upp Ártúnsbrekkuna á leiðinni á skrifstofuna í morgunumferðinni þá blasta ég lagi sem heitir Rapp er ekki list með Kött Grá Pjé. Af einhverri ástæðu þá nær það lag að setja mig í vinnuham enda algjörlega frábært lag með díabólísku bíti sem fær harðasta fólk til skjálfa og sjúga á sér þumalinn. Textinn er líka stórkostlegur.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar ég er með krakkana þá neyði ég mig til að fara upp í rúm á milli hálf tólf og eitt. Ef ég á erfitt með að sofna, sem gerist mjög reglulega, þá hlusta ég á podköst þangað til ég dett út. Þegar ég er einn þá leyfi ég mér að vaka talsvert lengur, sérstaklega þegar andinn kemur yfir mig og ég dett inn í eitthvað verkefni, þá leyfi ég mér að vaka til tvö, mögulega aðeins lengur ef aðstæður eru þannig.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00 Helena einhenta, fjarkennsla og söngvakeppnin í Rotterdam Í kaffispjalli um helgar heyrum við í fólki sem starfar á ólíkum sviðum og í þetta sinn er gestur okkar Reynir Þór Eggertsson, lektor við háskólann í Helsinki og einn þekktasti Eurovision sérfræðingur landsins. 4. apríl 2020 10:00 Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. 28. mars 2020 10:00 Vekur börnin sín í öfugri aldursröð og segir ríkið passa vel upp á starfsfólkið sitt Kaffispjall helgarinnar er við Karl Pétur Jónsson sem meðal annars segir okkur hvernig það er að vinna fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann. 8. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00
Helena einhenta, fjarkennsla og söngvakeppnin í Rotterdam Í kaffispjalli um helgar heyrum við í fólki sem starfar á ólíkum sviðum og í þetta sinn er gestur okkar Reynir Þór Eggertsson, lektor við háskólann í Helsinki og einn þekktasti Eurovision sérfræðingur landsins. 4. apríl 2020 10:00
Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. 28. mars 2020 10:00
Vekur börnin sín í öfugri aldursröð og segir ríkið passa vel upp á starfsfólkið sitt Kaffispjall helgarinnar er við Karl Pétur Jónsson sem meðal annars segir okkur hvernig það er að vinna fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann. 8. febrúar 2020 10:00