Kórónuveiran hefur áhrif á fæðuöryggi Íslands Valgerður Árnadóttir skrifar 24. apríl 2020 16:25 Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Umhverfismál Dýr Landbúnaður Valgerður Árnadóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun